Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 6
þeim gefinn kostur á að senda börnin í skólann og sums staðar máttu þau sitja úti í horni, endurgjaldslaust, ef þar voru auð sæti. Námið var, það sem við nefnum nú landsprófsgreinar, þ. e. lestur, skrift og lítils háttar reikningskennsla. Námsbækur voru engar og pappír til skrifta dýr. Var því til lestrar reynt að nota gamlar guðsorða- bækur, ljóðabækur og íslendingasögur. Við skrift og reikning var griff- illinn og spjaldið. Þannig lærðu þeir, er síðar bjuggu þjóðina undir efnaiiagslega byltingu. Nokkrir voru svo lánsamir að hljóta frekara skólanám, en flestir námu í skóla reynslunnar. Hann þroskaði og þjálf- aði huga þeirra, sem barnaskólanámið hafði gert forvitna og fróðleiks- þyrsta. Nokkrir urðu sjálfmenntaðir heimspekingar, er ætíð reyndu að finna skýringar við fyrirbærum tilverunnar. Tímar liðu og bamaskólunum fjölgaði. Námskröfurnar jukust og námið varð fjölbreyttara. Börnin fóru að læra um sögu þjóðarinnar, ná- grannalöndin og dýr merkurinnar. Sýnt þótti, að þeir, sem höfðu menntun, stóðu betur að vígi í lífsbaráttunni, urðu leið- togar í sínu umhverfi og fyrirmynd ná- grannanna. Vafalaust hefur það ráðið nokkru, að þeir auðugu, gátu fremur sent börn sín til menntunar og ríkidæmi var mönnum til nokkurra álita og því keppikefli flestra. Jafnhliða fækkaði ólæsum og urðu tíðindi, ef menn kunnu ekki að skrifa nafnið sitt. Þá fyrst höfðu skólarnir unn- ið fullan sigur. Barnafræðsia var orðin undirstaða þess, að einstaklingurinn væri talinn fullgildur þjóðfélagsþegn. Kröfur um framhaldsmenntun jukust hröðum skrefum. Sem afleiðing þess voru reistir alþýðuskólar, er ásamt ung- mennafélagshreyfingunni urðu lyftistöng sveitanna og einnig mannræningjar þeirra. Þar opnuðust dyr til æðri mennt- unar og um þær gekk margt gáfað fólk, er síðar varð aðeins gestkomandi í sinni fæðingarsveit. Þeim fjölgaði ört, er unnu fyrir daglegu brauði í hvítri skyrtu. Skól- Fró sýningardeild yngri barna. arnil' höfðu gefið þeim tilskilinn vitnis- Nómið var fóbroHð Almenn fræðsla hefur mikil áhrif 26 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.