Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 9

Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 9
HEIMIR KRISTINSSON, DALVÍK: A Luther College sumarið 1970 EFTIR auglýsingu í Morgunblaðinu á sl. vori sótti ég um kennaranámskeið í Banda- ríkjunum. Námskeið þetta skyldi standa allan júlímánuð. IslenzkAmeríska félagið í Reykjavík annaðist allan undirbúning þess hér heima og á vegum þess voru styrkir veittir til fararinnar. Svo var það einn vorbjartan dag, að ég fékk tilkynningu um, að ég væri einn hinna lánsömu kennara, sem til fararinnar voru valdir. Sjö íslenzkir kennarar hlutu styrki til þessarar ferðar. Þekkti ég einn þeirra lítillega. Ég var staddur í Reykjavík, hálfgerður sveitamaður utan af landi, og fór á ferða- skrifstofuna Utsýn til að sækja farmiðann. Þar hitti ég tvo ferðafélagana og eftir stutta og vandræðalega kynningu við þær Herdísi og Dúu tók ég farseðilinn og skyldi flýta mér, — að þeirra sögn, -— í ameríska sendi- ráðið til að fá vegabréfsáritun. Eitthvað hafði ég af pinklum með mér þarna, sem ég hafði verzlað um morguninn og tók þá í flýti og hraðaði mér út. Ég hafði á tilfinn- ingunni, að kennslukonurnar tvær fylgdu mér eftir með augunum og grandskoðuðu þennan landsbyggðarmann, með það í huga, hvernig það væri að eiga eftir að eyða rúm- um mánuði með honum í hinni stóru Ame- ríku. — Þar sem allt þetta flaug um hug- ann, og ég á fullri ferð að útidyrunum, þá varð mér fótaskortur og missti pinklana á gólfið með miklum fyrirgangi. Ég sá strax, að vinkonurnar brostu og stungu saman nefjum og áttu bágt með að skella ekki upp- úr. Tíndi ég nú pakkana saman í flýti og kom mér út hið bráðasta, blóðrauður af skömm og „nervusiteti“. — Heldur fannst mér þetta nú vandræðaleg kynning og ein- hvern veginn fannst mér, að reykvísku döm- urnar hugsuðu sem svo: „En hvað hann er sveitó“. Jæja, — fall er fararheill og ég fékk árit- unina í sendiráðinu. Þann 25. júní stigum við upp í þotu Loft- leiða í Keflavík 7 íslenzkir kennarar og vor- 29 heimili og skóli

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.