Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 10
um lögð af stað í ferðalagið. Ferðafélagav
mínir voru þessir: Dúa Hallgrímsdóttir,
Herdís Sveinsdóttir, Guðríður Sigurðardótt-
ir, Kristín Magnúsdóttir, Þráinn Guðmunds-
son og Anton Sigurðsson, — öll kennarar í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Eftir um 5 tíma flug var svo lent á
Kennedyflugvelli í New York, og var þá
klukkan um 11 að kveldi. Eftir lendingu
urðum við að bíða í vélinni í heila klukku-
stund, meðan hún var að mjaka sér í óslit-
inni röð flugvéla inn að flugstöðvarbygg-
ingunni. Þessi töf kom okkur í koll stuttu
seinna. Hitinn um borð var óbæri'legur, enda
36 gr. C úti fyrir. Við ætluðum að taka
flugvél þarna strax til Chicago, en námskeið-
ið stóð í smábænum Decorah í Iowa fylki.
Eftir að hafa skilizt við þá Loftleiða-
menn að sinni héldurn við með þungar tösk-
urnar berandi á afgreiðslu ameríska félags-
ins, sem flytja átti okkur til Chicago. Það
var afar löng leið og erfið, í þessum hita,
sem þarna var. Loksins er við fundum af-
greiðsluna, var okkur sagt að vélin væri far-
in og næsta vél færi ekki fyrr en kl. 6 morg-
uninn eftir. Þetta urðu okkur sár vonbrigði
og nú var slegið á ráðstefnu. Þeir Anton og
Þráinn fóru til Loftleiða, á meðan við sát-
um á föggum okkar. Þeim var sagt að okk-
ur skyldi komið á hótel um nóttina. En þar
sem ekki voru nema 6 tímar til brottfarar,
þá tókum við þann kostinn að dveljast í af-
greiðslu Loftleiða á flugvellinum um nótt-
ina. Þar lágum við svo á bekkjum og reynd-
um að sofna. En lítill varð svefninn þar,
bæði vegna umgangs og einnig vegna þess
að við vorum eitthvað hrædd um okkur og
dót okkar. Þeirri hræðilegu hugsun skaut
upp í hópnum, að við kynnum að verða
„strá drepin“ þarna um nóttina. —
Þannig voru það þreyttir íslendingar, sem
morguninn eftir lögðu af stað til Chicago.
Var það afar þægilegt þotuflug á 1. far-
rými, — vegna seinkunarinnar hjá Loftleið-
um. Mi’llilent var í höfuðborg New York-
fylkis, Albany, og höfð þar stutt viðdvöl.
Albany er mjög fögur og snyrtileg borg yfir
að líta.
I námskeiði þessu tóku þátt 47 norrænir
kennarar, og áttum við að sameinast þeim í
Chicago. Fyrst eftir komuna þangað hringd-
um við í allar áttir til að hafa uppi á hópn-
um og tilkynna komu okkar, en enginn vildi
við okkur kannast lengi vel. Eftir mikinn
þvæling, bæði gangandi og í leigubílum,
fundum við það, sem við leituðum að,
heimavist skóla nokkurs, þar sem við skyld-
um dvelja fyrsta sólarhringinn. Við fórum
í bað og lögðum okkur og sváfum fram til
kvölds, enda lítið sofið síðan á Islahdi. Var
okkur fagnað þarna sem týndum sauðum og
móttökurnar voru samkvæmt því.
I Chicago vorum við 2 daga, skoðuðum
borgina og fórum á söfn. Þar var gaman að
dvelja því margt var að sjá, og komumst
við hvergi nærri yfir að sjá allt, sem á þess-
um söfnum var.
Á öðru safninu var t. d. kolanáma, sem
við fórum niður í og gegnum. Einnig var
þar þýzkur kafbátur úr heimsstyrjöldinni
síðari.
Okkur var ekið gegnum eitt af fátækra-
hverfum borgarinnar og var það ófögur sjón.
Blökkumennirnir, sem þar bjuggu mest-
megnis, lágu, sumir hverjir, steinsofandi á
gangstéttunum, og jafnvel í göturæsunum.
Ruslið fauk þarna um allt og fátæktin og
sóðaskapurinn var í hámarki. Þó fer þetta
tvennt hvergi nærri alltaf saman, en það
gerði það þama.
30
HEIMILI OG SKÓLI