Heimili og skóli - 01.04.1971, Qupperneq 11
Annars er Chicagoborg afar fögur, og
skemmtigarðarnir á bökkum Michiganvatns-
ins eru víðfrægir. Við gengum um þá heilan
dag, enda höfðum við orðið blöðrur á öll-
um tám og hælum að kvöldi.
Decorah, þar sem skólinn er staðsettur, er
í Iowa fylki, um 300 mílur norðan við
Chicago. Þangað fórum við í „rútu“, þann
29. júní. Var það all erfið ferð, vegna hit-
ans, sem reyndist þennan dag 37 g. C og var
heitasti dagur ársins, sem komið hafði. Bíll-
inn var raunar loftkældur, en samt var okk-
ur afar heitt. Við Islendingarnir lögðum,
að sjálfsögðu, undir okkur öftustu sætin, og
svo kyrjuðum við íslenzk lög mikinn hluta
leiðarinnar. Norðmaður, að nafni Arne
Torp, söng og með okkur. En hann talaði ís-
lenzku eins og innfæddur og kunni ógrynni
af íslenzkum lögum og vísum. M. a. söng
hann sóló í Þórði kakala, bókarlaust. Á
leiðinni var stanzað á tveim stöðum. Borð-
að var um hádegið í háskólabænum Madi-
son. Þar eru 10 þúsund stúdentar í háskól-
anum. Nýlega hafði soðið þar upp úr í
stúdentaóeirðum, en ekki urðum við vör við
nein merki þess.
Undir kvöld var svo komið til Luther
College. Skóli sá telur um 2400 stúdenta á
veturna. En þar voru aðeins 100 stúdentar
á sérstöku námskeiði, auk okkar.
Decorah er um 7000 manna norskur inn-
flytjendabær. En Norðmenn settust þarna
að á árunum 1860—1870. Landslag þarna
er hæðótt og skógi vaxið. Há tré, m. a.
Hicory, og margvíslegur gróður gefa þess-
um hluta ríkisins afar skemmtilegan og hlý-
legan blæ. Þeir kalla þetta norð-austurhorn
Iow „The Swisserland og Iowa“, — vegna
hæðanna. Annars er ríkið ein samfelld
slétta meðmaísökrum svo langt, sem augað
HEIMILI OG SKÓLI
eygir. Maísinn kalla innfæddir Corn.
Byggingar á Luther eru flestar nýjar, þær
elztu frá 1966. Allt eru það fögur hús og
snyrtileg. Húsin eru eitthvað milli 15 og 20,
heimavistir fyrir rúmlega 2000 stúdenta,
kennsluhúsnæði afar fullkomið með nýjustu
tækjum, stórt bókasafn, eða bókhlaða,
íþróttahús með 3 sölum og stórri sundlaug,
matstofa, stjórnstöð með rafreikni, sem not-
aður er við stjórn skólans o. fl.
Einnig er fullkominn íþróttavöllur með
stúku íyrir um 3000 manns, 20 tennisvellir
og fleiri íþróttamannvirki.
011 húsin eru loftkæld og kom það sér vel,
því hitinn þennan júlímánuð var alltaf um
og yfir 30 gr. C. Á veturna getur frostið
komizt niður í 40 gr„ þannig að hitamis-
munur er upp undir 80 gr. C. Við fengum
nú hvert sitt herbergið, stór og góð, með
öllum þægindum, og nú var að því komið,
að námskeiðið hæfist.
Námskeið þetta kölluðu þeir „American
Studies for Scandinavian Educators“, og
var þetta hið sjöunda í röðinni. Frá upphafi
hafa dvalizt þarna 266 norrænir kennarar,
þar af 27 Islendingar.
Námskeiðið fór aðallega fram í fyrir-
lestrum, og voru þeir um 70 talsins. Voru
þeir fluttir á tímanum frá kl. 9—12 f. h.
Eftir matinn, sem var milli 12 og 13 gafst
þeim, sem vildu, færi á að þjálfa enskan
framburð í mjög fullkominni tungumála-
stofu. Eftir það fóru flestir í sólbað og sund
fram undir kl. 17, en þá var kvöldverður til
kl. 18. Enginn matur var svo fyrr en kl. 8
morguninn eftir. Á kvöldin var mikið um
alls konar heimboð, þá aðallega til prófess-
oranna, sem kenndu okkur.
Fyrirlestrarflokkarnir voru margir, en
þeir hélztu voru: Amerískt þjóðfélag, —
31