Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 12
stjórnarfar og efnahagslíf. Bókmenntir
blakkra og hvítra, fátækt og ríkidæmi,
ameríska kirkjan, Indíánar og blökkumenn,
skólakerfið o. m. fl. Allt þetta var svo krydd-
að með stuttum ferðum til nærliggjandi
staða. Þarna var um mikinn fróðleik og
skemmtilegt nám að ræða, þrátt fyrir að
sumir hverjir næðu ekki öllu, sem sagt var,
sökum málsins.
Farnar voru skemmti- og kynnisferðir í
2—3 daga og ferðast í „rútunni“ okkar.
M. a. fórum við til ljorgarinnar Dubuque,
þar sem okkur var kynnt amerískt stórfyrir-
tæki, Inter State Power Co., sem selur raf-
magn um þennan hluta Bandaríkjanna. Það
var allt mjög stórhrikalegt í sambandi við
rekstur þessa félags. Kom m. a. fram, að for-
stjóri þess hefur tæpar 25 millj. króna í árs-
laun. Þar var okkur sýndur rafeindaofn,
sem skilaði tilbúnu beikoni á 5 sek. og
spældu eggi á 3 sekúndum. —
Einnig fórum við norður til Minnea-
polish, þar sem við m. a. fórum í leikhús og
sáum The Tempest eftir Shakespeare. Is-
lendingur, Leifur Jósefsson, sem býr í
Minneapolis var með okkur heilan dag, og
þau bæði hjónin, og sýndu okkur borgina
og voru afar ánægð yfir að hitta Islendinga.
Þau flögguðu með íslenzka og bandaríska
fánanum fyrir okkur á heimili sínu. Leifur
hefur aldrei til Islands komið, en talaði
samt dálítið í málinu.
Yið skoðuðum barna- og gagnfræðaskóla
í Decorah. Þetta eru tvær sjálfstæðar stofn-
anir en standa gegnt hvorri annarri við sömu
götu. Það, sem mesta athygli mína vakti
voru margvísleg kennslutæki, sérstaklega í
gagnfræðaskólanum. Þar voru í einni
kennslustofu t. d. yfir 50 rafmagnsreikni-
vélar og sami fjöldi af rafknúnum kúlu-rit-
vélum. Þá var og myndvarpi í hverri stofu
í báðum þessum skólum. Stór og fullkomin
eðlis- og efnafræðikennslustofa var og í
hærri skólanum. I barnaskólanum, og raun-
ar hinum einnig, læra nemendurnir ein-
göngu það sem við köllum hér mengjareikn-
ing. Yoru nýútkomnar bækur í því efni og
fékk ég sýnishorn af þeim. Bækur þessar
eru sérstaklega fallegar og virðast mjög að-
gengilegar og skemmtilegar og er mikill
munur á þeim eða því, sem við höfum verið
að hefjast handa með hér heima. Mér skilst
að Svíar hafi tekið þær mjög til fyrirmynd-
ar við samningu sinna kennslubóka.
Kennarar okkar á námskeiðinu voru, að
sjálfsögðu margir. Voru þeir allir mjög
skemmtilegir og almennilegir, og eins og
þeir ættu í okkur hvert bein. Sá, sem ábyrgð
bar á námskeiðinu, Dr. Warren G. Berg
hafði svo sannarlega í mörgu að snúast
þennan mánuð. Allt var fyrirfram skipulagt
og þótti okkur á stundum stundaskráin
heldur ströng. Dr. Berg og kona hans, Jane,
voru okkur sem nærgætnir foreldrar, buðu
okkur til sín oftar en einu sinni (47 manns)
og óku okkur á einkabíl sínum, sem var
venjulegur amerískur stationbíll. Einu sinni
komum við 16 út úr honum, — þannig að
haft var við orð, að þarna hefði Dr. Berg
sett heimsmet í stöflun.
Seinasta sunnudaginn á Luther College
kom íslenzk kona, Jórunn Sweeney, sem býr
í smábænum Lansing við Missisippifljótið,
og sótti okkur íslendingana. Höfðum við
frétt af henni en ekki náð sambandi við hana
fyrr en seint á námskeiðinu. Þau hjónin fóru
með okkur útá Missisippi á fljótabáti sín-
um og dvöldum við þar allan daginn frá
morgni til kvölds. Var báturinn lestaður með
margs konar matvæli og svalandi drykki.
HEIMILI OG SKÓLI
32