Heimili og skóli - 01.04.1971, Síða 14
í hótelinu. Varð þetta til þess að þær læstu
sig svo kyrfilega inni. Það mun haf haft sín
áhrif, að fyrr um daginn, er þær voru í verzl-
un einni, sem kvenfólki er gjarnan hent, að
þar kom hlaupandi inn negri einn með hníf
mikinn uppreiddan og elti stúlkukind, sem
undan honum rann. Er þetta gerðist í búð-
inni fengu allir skipun frá afgreiðslufólki
um að hreyfa sig ekki. Stúlkan, sem bófinn
elti fleygði veski sínu til afgreiðslumanns,
en þá gafst bófinn upp og hljóp út. Vinkon-
ur mínar urðu auðvitað afar hræddar, —
og þegar svo sírenuvælið ásótti þær um
kvöldið gerði það þær frávita af skelfingu.
Með karlmannlegu hugrekki okkar tókst
okkur að telja í þær kjark, en ekki veit ég
hvort þær hafa sofið mikið um nóttina, bless-
aðar. Hitt var það, að morguninn eftir fór-
um við að grennslast um væl þetta, og kom
í ljós, að slökkvistöð hverfisins var í næsta
húsi við hótelið. Hafði óvenju mikið verið
um útköll umrætt kvöld.
Næst lá leið okkar til New York, og fór-
um við það með rútu frá Grey Hound. Vor-
um við karlmennirnir þar í 3 daga en kven-
fólkið þurfti deginum meira til verzlunar-
ferða. Skoðuðum við helztu staði í þeirri
miklu borg, sigldum kringum Manhattan,
fórum upp í hæsta hús í heimi, sem þá var,
Empire State 381 m, heimsóttum Samein-
uðu þjóðirnar o. fl.
Við þremenningarnir héldum svo heim
með Rolls Roys flugvél Loftleiða, en Loft-
leiðir þekktu allir í U.S.A. þó ekki vissu
þeir að Island væri til. A íslenzka grund
stigum við svo þann 7. ágúst eftir 6 vikna
dvöl í Vesturheimi. Mikill var munurinn
á veðráttunni og viðbrigði fyrst í stað, að
koma úr 30—37 stiga hita í sveljuna hér
heima. Þrátt fyrir það var afar gott að vera
kominn heill á húfi aftur heim til íslands.
Það var sagt innan íslenzka hópsins, að
sjaldan muni jafn samhentur hópur, og
þarna var á ferðinni, ferðast saman. —- Eitt
er víst, að dreifbýlismaðurinn að norðan,
sem pakkana missti á gólfið í Utsýnarskrif-
stofunni, eignaðist einhverja sína beztu vini
í þessari ferð.
Vonandi er, að íslenzkir kennarar noti
sér þessar námsferðir, og vil ég hvetja þá
til að sækja um þær.
Ollum, sem gerðu mér kleift að fara þessa
mína fyrstu utanlandsreisu, flyt ég alúðar
þakkir, og samferðarmönnunum og öllum
öðrum er gerðu hana ógleymanlega flyt ég
beztu kveðjur með ósk um að eiga eftir að
hittast aftur á þessum fagra og indæla stað,
að Luther College. —
Dalvík 8. febrúar 1971.
TU Qnmnns
Enskur diplomat, sem starfað hafði í öllum
höfuðborgum Skandinavíu, var spurður, hvar
honum hefði líkað bezt.
— Það albezta væri, ef Kaupmannahöfn yrði
flutt þangað sem Stokkhólmur er og byggð Norð-
mönnum.
★
— Hefur þú nokkurn tíma gert nokkuð fyrir
börnin þín? spurði frú Olafía hinn lata mann
sinn.
— Gert nokkuð fyrir þau? tók maðurinn af-
sakandi upp fyrir henni. — Já, því held ég sann-
arlega fram! Er það kannske ekki framtakssemi
minni að þakka, að þau eru yfirleitt til.
34
HEIMILI OG SKÓLI