Heimili og skóli - 01.04.1971, Qupperneq 17

Heimili og skóli - 01.04.1971, Qupperneq 17
HENRY FORD II Hvernig: g-etur ungra kyu- slóðin stuðlað að bættu þjóðfélagri? ENGINN VAFI er á því, að mestur hluti hins siðmenntaða heims á í baráttu við trúna á sjálfan sig. Hinar róttæku stúdenta- óeirðir, sem skipa forsíðutitla blaðanna, eru aðeins hinn sýnilegi tindur hrikalegs jökuls. Olgan, sem ríkir í háskólunum, er hvarvetna til staðar og hefur fyrir löngu breiðzt til menntaskólanna. I Bandaríkjun- um höfða uppþot unglinganna til vanda- niála stórborganna, til baráttunnar gegn fá- tæktinni, baráttunnar fyrir borgararéttinum og til mótmæla gegn stríðinu í Víetnam. En unga kynslóðin er ekki ein um að stofna til óeirða. Bréfberar, slökkviliðs- menn, lögregluþjónar og annað þjónustu- fólk skipuleggur verkföll. Óbreyttir stétta- félagsmenn þverskallast við boðum og bönn- um yfirboðaranna, prestar bjóða biskupum birginn og biskupar Vatikaninu. Hægt er að skoða þessi fyrirbrigði á tvennan hátt, sem áreiðanlega er jafnréttur. Segja má, að fyrir fjölda fólks er hollusta við stofnanir þjóðfélagsins og hlýðni við skrifuð og óskrifuð lög þess, ekki annað en sjálfsagður hlutur. Hvað sem manni finnst um þetta vandamál eða annað, verður mað- ur að horfast í augu við þá staðreynd, að slíkt almennt hlutleysisviðhorf er mjög nei- kvætt. Ef ekki væru til reglur, sem fjöldinn færi eftir, yrði ein allsherjar ringulreið, en lögregluvaldið byggist á ofbeld og ótta. Meiri glæta er þó í hinni skýringunni varðandi upplausnaranda nútímans. Það má segja, að fólk, hvar sem er í heiminum — og sérstaklega unga fólkið — vilji ekki lengur lúta boðum og bönnum, sem gera líf- ið erfiðara og gleðisnauðara en þyrfti að vera. Þetta fólk metur innihald lífsins og ekki sízt samvistir við annað fólk meira, heldur en þjóðfélagslega stöðu og efnisleg gæði. Frá þessu sjónarmiði séð, er uppreisnar- andinn aðeins staðfesting á hinu jákvæða í manninum. Hann er krafa um frelsi og árás á alla harðstjórn. Það er í þessu, sem speglast vonin um betri heim, hamingjusamara líf fyrir okk- ur öll, réttlátari þjóðfélagsskipun með meira frelsi fyrir einstaklinginn. Þess vegna trúi ég, að hinar siðvæddu þjóðir nálgist tímamót. Uppreisnarandinn getur eyðilagt okkur eða frelsað okkur. Hann getur leitt til algerrar ringulreiðar og kúgunar, en hann getur líka auðgað líf mannsins og gert það fullkomnara, heldur en við getum gert okkur í hugarlund í dag. heimili og skóli 37

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.