Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 18

Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 18
Hvaða stefnu við tökum, byggist á, hvernig við bregðumst við þeirri allsráðandi full- vissu um, að heimurinn er ekki eins og hann ætti að vera. Við getum verið sátt við hlutina eins og þeir eru og látið sem þeir væru betri heldur en þeir eru. Unglingarnir halda, að þannig hafi foreldrar þeirra farið að, og að vissu leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Við getum — eins og hipparnir — af- neitað samfélaginu og dregið okkur inn í óháðan heim, þar sem tjáningar okkar finna sér farveg. Við getum fordæmt hið gamla samfélag, með öllu, sem því fylgir. Það er þetta, sem byltingarmenn vorra tíma predika. Þeir vilja brjóta hið gamla til grunna og byggja upp á nýtt. Loks er svo fjórði möguleikinn, að við tökum það, sem til staðar er og leggjum okkur fram við að breyta því til hins betra. Eg mun ekki eyða orðum að tveimur fyrri möguleikunum .Oraunhæfar hugmyndir og flótti frá umheiminum er jafn neikvæð af- staða og ekki nánari umhugsunar verð. Hvað viðkemur hinni róttæku gjörbylt- ingu, er fortakslaus röksemd fyrir því, að hún er óframkvæmanleg. Reyndar getur lít- ill valdahópur náð stórum háskóla eða borg á sitt vald um tíma. En því oftar sem slíkt gerist, þeim mun öflugri verða aðgerðir yfirvaldanna, og svo að lokum fáum við þjóðfélag, þar sem öllum er ógnað — ann- að hvort af harðstjórn ríkisins eða lýðsins. En hvað um síðasta möguleikann, að við byrjum með það, sem fyrir er og byggjum upp eitthvað nýtt og betra út frá því. Margt ungt fólk, sem ég hefi rætt við, efast stórlega um, að þessi möguleiki sé enn fyrir hendi. Það lítur á samfélagið og sér aðeins umfangsmiklar, ópersónulegar þjóð- stofnanir: menntastofnanir, iðjuver, skipu- lagsstarfsemi, ríkið. Unga fólkinu finnast þessar stóru stofnanir vera gæddar ósveigj- anleika, sem útilokar utanaðkomandi áhrif. Því finnst það vera þvingað til að lifa eft- ir reglum, sem það sjálft hefur ekki mótað, og enginn getur skýrt og réttlætt á fullnægj- andi hátt; og það virðist vonlaust að fá regl- unum breytt. Hver getur skilið og því síður skilgreint hið flókna, iðnvædda samfélag vort? Það krefst þekkingar, sem enginn get- ur gagnrýnt. Unga fóLkið spyr svo sjálft sig, hvort það sé nokkurt svigrúm til að finna sig sem sjálfstæðan einstakling innan þjóð- félagsins, og hvort það hafi nokkur tæki- færi til að hafa áhrif á þróun þess. Þetta eru stórar spurningar, sem krefjast svara. Eg mundi svara á þessa leið: Það er nú sem fyrr erfitt að breyta samfélagi — að raska hinu flókna neti laga og reglna, sem þjóðfélagið samanstendur af. Erfitt, já, en r m ekki ómögulegt. A vissan hátt er það auð- veldara en nokkru sinni fyrr. Það er auðveldara, meðal annars af þeirri ástæðu, að þjóðfélagið hefur aldrei verið svo umburðarlynt áður gagnvart hin- um róttæku kenningum og aðgerðum. Æsk- an finnur, að hún er í spennitreyju þýðing- arlausra hafta. En sérhver, sem lætur hug- ann reika ofurlítið aftur í tímann, veit, að í dag er hægt að segja og gera hluti, sem ekki voru látnir viðgangast fyrir fáum tug- um ára. Einn stærsti frelsisrétturinn í þjóðfélög- um hins vestræna heims er valfrelsið. Þetta frelsi er vissulega afleiðing hinnar tækni- legu og efnahagslegu þróunar, hinnar al- mennu velmegunar, sem margt ungt fólk lítilsvirðir svo mjög. Aldrei áður hefur ein- 38 HEIMILI OG SKÓLl

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.