Tækni


Tækni - 01.06.1943, Qupperneq 4

Tækni - 01.06.1943, Qupperneq 4
Vér erum gjarnir á að tildra oss upp sem einstaklingum á kostnað heildarinn- ar í stað þess að byggja upp heildina með einstaklingum. Þetta má ekki við svo búið sitja. Vér fámenn þjóð höfum aðeins efni á að lifa með því að neyta allra þeirra starfskrafta, sem oss eru gefnir, sameiginlega og á hinn hagkvæm- asta hátt. Rangfærslur og andstöður segja ef- laust einhvern tíma til sín, í hvaða grein sem er, en hvergi kemur hið rétta og ranga eins skýrt og áþreifanlega fram og í tækninni. Menn tækninnar hljóta því að verða brautryðjendur þess, sem er það, sem það sýnist vera: þess sanna og fullkomna. Oss eru vissulega nógir kraftar gefnir til að vinna stórvriki, en þeim kröftum má ekki sóa í fánýtt froðusnakk ,eða inn- byrðis andstæð öfl, sem veikja samstöðu vora og geta valdið brestum í þjóðar- heildinni. Nei, vér verðum að milda mál- stað vorn, svo að innbyrðis andstæð öfl verði ekki meiri en góðu hófi gegnir. Þá mun sleitulaus viðleitni vor til að ráða rúnir náttúrunnar og háleit hugsjón mannsandans veita oss aðgang að öllum dyrum. Friðg. G. Þórður Runólfsson: Aílyíiríœrsla írá aílvél til vinnuvélar eöa driíkeríis. Það mun því miður vera allt of algengt hér á landi, að eigendur fyrirtækja, sem vélar nota, geri innkaup sín á aflvélum og vinnuvélum og framkvæmi annan undir- búning í sambandi við nýbyggingu, stækk- un eða endurbyggingu fyrirtækis síns án þess að hugsa nokkuð um það, á hvern hátt haganlegast og ódýrast verður að yfirfæra aflið frá aflvélinni til vinnuvélanna eða haga drifkerfinu í heild. Er hér oft hugs- unarleysi, en þó langoftast þekkingarleysi um að kenna. Sérstaklega ber að athuga drifbúnað í sambandi við dieselhreyfla og aðra olíu- hreyfla, sem verða að njóta utanaðkom- andi afls við ræsingu. Þessu er nokkuð á annan veg varið með ýmsar aðrar aflvél- ar, svo sem túrbínur, eimvélar og raf- hreyfla, sem hægt er að ræsa hægt og ró- lega með vaxandi hraða og eigin afli. Við ræsingu olíuhreyfla er aðallega um þrjár aðferðir að ræða: 1. Ræsing með handsveif. Einungis not- uð á litlum, hraðgengum hreyflum. 2. Ræsing með rafmagni. Einnig mest notuð á litlum hreyflum. 3. Ræsing með þrýstilofti. Notuð á með- alstórum og stórum hreyflum. Ef handræsing er notuð, er ræsiaflið, eins og gefur að skilja, mjög takmarkað. Við rafmagnsræsingu og þrýstiloftsræs- ingu eru hjálpartækin ævinlega höfð svo einföld og lítil sem kostur er til þess að takmarka notkunarþörf utanaðkomandi afls. Það er því skiljanlegt, að olíuhreyfil er ekki hægt að ræsa, nema svo sé um bú- 2 T Æ K N I

x

Tækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.