Tækni - 01.06.1943, Síða 11

Tækni - 01.06.1943, Síða 11
Tannhjól með beinum tönnum og skátönn. (Borsig). álits verksmiðju þeirrar, sem dælan er frá, og haga tengingu eftir því. Ef vinnuvélin er bulludæla, verður nægi- lega víður milligangur að vera milli sog- og þrýstirúms dælunnar, og er gangi þess- um ekki lokað, fyrr en hreyfillinn hefur náð fullum snúningshraða. Þess ber og að gæta, að stangaþétti dælunnar sé ekki of hert, með því að það eykur mjög ræsivið- námið. Þjöppur (loft- og kæliþjöppur) verða að hafa sogloka, sem hægt er að lyfta og gera á þann hátt óvirka, meðan hreyfillinn er að ná fullum snúningshraða. b. Fjaðrandi tenging er notuð, er hætta er á snöggum álagssveiflum eða höggum í vinnuvélinni. Er tenging þessi þannig úr garði gerð, að hún dregur úr höggunum, svo að þau mæða ekki eins á sveifarás hreyfilsins og jafngengi hans verður betra. c. Sveigjanleg tenging er notuð, ef ásar aflvélarinnar og vinnuvélarinnar standast ekki alveg á eða eru ekki í beinni línu hvor við annan. Slíkt getur þó ekki gengið, nema um tiltölulega lítinn snúningshraða og afl sé að ræða, og ber í þeim tilfellum að gæta stakrar varúðar og um fram allt leita álits og aðstoðar fagmanna. d. Núningstenging (losanleg tenging). Ef ræsiviðnámið er meira en svo, að það verði hæglega yfirunnið, eða ef margar vinnuvélar eru knúðar af sama hreyfli með sameiginlegu drifkerfi, er þessi tengi- aðferð notuð. Þar sem slík tenging er fyrir hendi, er hreyfillinn losaður úr tengslum við vinnuvélina eða drifkerfið, áður en hann er ræstur, og ekki tengdur við á ný, fyrr en hann hefur náð fullum snúnings- hraða. Ýmsar gerðir eru til af núnings- tengslum, svo sem: harðviðarbakkatengsl, tvíkeilutengsl, keðjutengsl, plötutengsl, vökvatengsl, rafsegultengsl o. fl. Hinar tvær síðasttöldu tegundir eru mjög dýrar og ekki notaðar nema í sérstökum tilfell- um. Hvaða tegund er valin 1 hverju ein- stöku tilfelli, er undir aðstæðum komið, svo sem stærð og snúningshraða vélanna. Öll núningstengsl eru þannig úr garði gerð, að með þeim er hægt að tengja afl- vélina við vinnuvél eða drifkerfi svo og taka hana úr tengslum, þótt hún gangi með fullum snúningshraða. 2. Aflyfirfærsla með tannhjólum. Tann- hjól eru notuð til þess að breyta snúnings- hraða og snúningsstefnu. Þau eru einnig notuð, þar sem húsrými er takmarkað og þar af leiðandi örðugt að koma fyrir reim- drætti. Ef tannhjól eiga að ganga vel og hávaða- lítið, verða þau að vera unnin af sérstakri nákvæmni. Vel unnin tannhjól eru sérstak- lega örugg í rekstri og afltapið við notkun þeirra nálægt 3%. Ýmsar gerðir eru til að tannafyrirkomu- lagi og tannalögun, og fer það eftir kröf- um þeim, sem á að gera til hjólsins. Hjól með skásettum tönnum gefa minna afltap og eru hljóðlátari en hjól með beinum tönnum. Ekki er hægt að gefa neinar fastar regl- ur til að fara eftir við val tannhjóla. Verð- T Æ K N I 5

x

Tækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.