Tækni - 01.06.1943, Side 12
Tvöföld drifkeðja. (Renold).
ur því öruggast að leita álits sérfræðings
í hverju einstöku tilfelli.
Tannhjól eru mjög dýr, ef þau eru ná-
kvæmlega unnin, og þess vegna minna not-
uð en ella mundi. Hefur keðjudrif mjög
rutt þeim úr vegi á síðari árum.
3. Aflyfirfærsla með keðjum. Notkun á
keðjum til aflyfirfærslu hefur mjög auk-
izt nú seinustu ár. Eru þær mjög hentugar
til aflyfirfærslu, og virðist hægt að koma
þeim við, þar sem annars mundi notað
reimdrif eða tannhjól. Þær eru ódýrari en
tannhjól. Sé rétt frá keðjunum gengið, má
heita, að þær gangi hljóðlaust, og öryggi
þeirra í rekstri er mjög mikið. Afltapið
við notkun þeirra er að meðaltali nálægt
1,5%. Keðjur má nota svo að segja við
hvaða hraða og afl, sem vera skal.
Flestar keðjusmiðjur gefa út töflur, sem
hægt er að hafa til leiðbeiningar við val á
keðju. I veigameiri tilfellum er þó rétt að
leita álits fagmanna.
Sérstaklega er heppilegt að nota keðjur,
þar sem mikill raki eða hiti er, svo að heita
má, að útilokað sé að nota reimar. Keðjur
hafa einnig þann kost, að láta má eina og
sömu keðju knýja marga ása, ef lega þeirra
er þannig innbyrðis.
4. Aflyfirfærsla með reimum. Reimar
hafa verið algengasta tækið til aflyfir-
færslu allt fram á þennan dag. Þær eru
ódýrar og mega teljast öruggar í rekstri.
Keðjudrif. Sama keðja gengur á þrem
hjólum og einu strekkhjóli, sem er í
miðju t. v. (Renold).
6
T Æ K N I