Tækni - 01.06.1943, Page 13
í reimar eru ýmis efni notuð, og fer það
eftir staðháttum, hvaða efni er valið í
hverju einstöku tilfelli. Endingarbeztar
eru leðurreimar og mest notaðar fyrir
þungan drátt. Ef um mikinn raka eða hita
er að ræða, er erfitt að koma notkun reima
við, og þá þurfa þær að vera úr efni, sem
sérstaklega er gert til að standast slíkt. í
raka eru gúmmíreimar beztar. í þeim til-
fellum verður þó venjulega heppilegra að
nota keðjur, eins og áður er sagt.
Þegar reimdrif er valið, ber sérstaklega
að athuga skilyrði þau, sem fyrir hendi
eru, svo sem ásafjarlægð og hraðahlutfall.
Ef reim á að vera liggjandi eða hallandi,
skal gæta þess, að dragandi hlutinn viti
ávallt niður. Reimin skal lögð á með ákveð-
inni spennu (svarandi til ummálshraðans),
til þess að skriðtapið verði sem minnst.
a. Opið reimdrif ætti helzt að velja, ef
mögulegt er að koma því við. Sé hraða-
hlutfallið rétt valið og vandað til vals á
reiminni, fæst góð ending og ákjósanlegt
rekstraröryggi. Eftir því sem aðstæður
eru betri, má reimhraðinn vera meiri, þó
ætti hraðinn aldrei að fara fram úr 40
m/sek. Þegar hraðinn er kominn yfir 35
m/sek., skal sérstaklega taka tillit til þess
við val á reim.
Við opinn reimdrátt má hraðahlutfallið
ekki fara fram úr 1: 5. Ef hlutfallið verð-
ur stærra, vex skriðtapið mjög ört vegna
þess, hve lítinn áleggsflöt reimin hefur á
minna reimhjólinu. Venjulegt afltap við
opinn reimdrátt er nálægt 3%.
Þegar ásafjarlægð er valin, má nota
eftirfarandi reglu, þar sem „A“ táknar
minnstu ásafjarlægð:
3 D
Amiii = (D -f- d) -j- -g •
Reimdrif með strekkihjóli. Strekkihjólið með
fjaðurfargi.
T Æ K N I
7