Tækni - 01.06.1943, Page 21
spennu E, sem þrýstir honum, og í öfugu
hlutfalli við tíðnina f,, eða = k
Þegar hraði snúðsins minnkar, vex raf-
krafturinn við snertihringina, en sam-
tímis vex tíðnin, svo að kraftlínustraum-
urinn verður stöðugur. Rafkrafturinn,
sem framleiðist af fasastillinum og fer
inn í snúðrásina, er því stöðugur og hef-
ur engin áhrif frá slippinu og þar með
heldur engin áhrif af álagi aðalhreyfils-
ins. Verkanir á fasahornvikið eru því þær
sömu við öll álög og eru því ekki, eins og
við raðarsegulmögnun, komnar undir álag-
inu. Þessi aðferð var fundin af Þjóðverj-
anum Scherbius og kallast þess vegna
Scherbius fasastillir. En þetta nafn er
einnig oft notað um hinn einfalda Le
Blanc’s fasastilli.
I staðinn fyrir að nota statorvöfin til
myndunar segulsviðsins er hægt að hafa
snúðinn með 3 snertihringjum og nota
þannig straum frá sama orkukerfi og aðal-
hreyfillinn, eins og sýnt er á 6. mynd.
Straumar þeir, er fara inn í snúðinn gegn-
um snertihringina, mynda hverfisvið, sem
snýst með samfasa hraða í hlutfalli við
snúðvöfin. Tíðni rafkraftsins, sem fram
kemur við straumvendisburstana, fer eft-
ir hraða sviðsins. Snúðurinn verkar því
sem tíðnibreytir. Ef snúðurinn hreyfðist
ekki, mundi tíðnin við burstana vera jöfn
og tíðni orkukerfisins, en ef snúðurinn
snérist með samfasa hraða í öfuga átt og
snúningssviðið, mundi sviðið vera kyrrt,
og tíðnin við burstana mundi þá vera núll
(rakstraumur).
c. ,,Kompenseraðir“ spanhreyflar.
I áður nefndum aðferðum til endurbóta
á fasviksstuðli hefur verið notuð hjálpar-
vél á sama ás og snúður aðalvélarinnar.
Þetta eykur auðvitað stofnkostnað, auk
þess er þessi aðferð dýr í rekstri, þegar
um litlar vélar er að ræða. Það hafa því
verið gerðar margar tilraunir með að
koma fasastillinum svo fyrir, að hann yrði
hluti af sjálfum aðalhreyflinum. Byggðar
hafa verið margs konar gerðir af slíkum
vélum, og eru þær allar nefndar einu nafni
,,kompenseraðir“ hreyflar, enda þótt þeir
séu mjög ólíkir.
Torcla-hreyfillinn er sameining af span-
hreyfli og einföldum fasastilli án stator-
vafa. Rakstraumsvöfunum er komið fyrir
í nótum undir aðalvöfum snúðsins. Snerti-
hringir snúðsins eru tengdir við straum-
vendi, með þremur burstum, eins og á
hinum einfalda Le Blanc’s fasastilli. Stærð
rafkraftsins, sem spanast í aðalvöfunum,
er undir snúðstraumnum komin, svo að
endurbætur fasviksstuðulsins eru mjög
litlar við lítið álag, þrátt fyrir, að cos<p= 1
við fullt álag.
T Æ K N I
15