Tækni - 01.06.1943, Side 26
falls-túrbínur eru fremur óhentugar.
Francis-túrbínur hafa of háan eðlis- (eða
tegundar-)hraða, en pelton-hjól of lágan
hraða. Til þess að geta notað pelton-hjól
þrátt fyrir það, er oft gripið til þess ráðs
að nota pelton-hjól með mörgum túðum. Er
þá að vísu hægt að ná nægilega miklum
snúningshraða, en túrbínan verður marg-
brotin og dýr. Túrbínan, sem hér er um að
ræða, hefur þann kost pelton-hjólsins, að
hún er einföld að gerð, en auk þess hefur
hún meiri eðlishraða en pelton-hjólið og
brúar því það hraðabil, sem er á milli
pelton-túrbína með einni túðu og hrað-
gengra francis-túrbína. Eins og pelton-
hjólið er „turgo impulse“-túrbínan gerð
fyrir frítt frárennsli (án sogpípu), en aðal-
munurinn er fólginn í því, að í pelton-hjól-
inu kemur vatnsbunan rétt (tangential)
á hjólhringinn, og vatnið rennur burtu af
hjólinu radialt. I „turgo impulse“-túrbínu
kemur bunan úr túðunni, undir ákveðnum
vinkli, á hlið skófluhjólsins, rennur í gegn-
um það langsum og í burtu við hina hlið
þess.
Meðfylgjandi mynd sýnir aðalmuninn á
milli venjul. pelton-hjóls og „turgo im-
pulse“-túrbínu.
Hraði túrbínu Garðsárvirkjunar er stillt-
ur með miðflóttaaflstilli, sem er festur
beint á ás hennar.
Auk þess hefur túrbínan sérstakan stilli
eða vatnsnýti, er verkar á túrbínunál, eins
og algengt er á pelton-túrbínum. Stillingin
vinnur í aðalatriðum þannig:
Ef vélarnar ganga með fullu álagi, en
því er skyndilega kippt af, t. d. ef mesta-
straumsrofinn rífur rafmagnsstrauminn,
eykst hraði vélanna skyndilega, og viktir
miðflóttaaflsstillisins kastast út á við.
Stillirinn er tengdur við hreyfanlegt
spjald, sem er rétt framan við túðuna.
Það ýtist inn í bununa og beygir hana til
hliðar, svo að aðeins mátulegur hluti verk-
oamanbui'ður á pelton-túrbínu og' „turgo impulse“-
túrbínu. Pelton-túrb.na að ofan. „Turg'o imiiulse“-
túrbína að neðan.
ar á hjólið til að halda fullum hraða vél-
anna við það álag, sem þær þá hafa. Hreyf-
ingar þessar eru afar hraðar, því að full
hreyfing spjaldsins fyrir alla bununa tek-
ur ekki nema um V20 hluta úr sekúndu.
Ef ekki þyrfti að spara vatn, nægði
þessi stilliaðferð, en þar sem um vatns-
miðlun er að ræða, væri hún að sjálfsögðu
alltof eyðslufrek á vatn.
Því er hér notaður vatnsnýtirinn, sem
áður er nefndur. Hann er tengdur við mið-
flóttaaflstillinn þannig, að hann opnar
vatnsloka, svo að vatn streymir í gegnum
völundarhús (labyrinth) inn á stimpil,
sem verkar á nál túrbínunnar og ýtir
henni inn í túðuna, hægt og hægt, til að
forðast þrýstingsauka í túrbínupípunni,
en spjaldið hreyfist um leið út úr bununni.
Ef álag eykst á vélarnar, eru hreyfing-
ar stillis og vatnsnýtis tilsvarandi því, sem
að ofan var lýst, en öfugar.
Túrbína þessi mun vera hin fyrsta þess-
arar tegundar hér á landi.
í legum túrbínu og rafals eru hitaleið-
ar, er verka á túrbínustillinguna þannig,
20
TÆKN I