Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Blaðsíða 61
EndurskoSun jlokkslaganna.
Flokksþingið ákveður að kjósa 5 manna milli-
þinganefnd til þess að athuga rækilega lög flokksins
og skipulag og skili nefndin áliti til flokksstjórnar-
innar ekki síðar en í árs'iok 1943, en flokksstjórnin
sendi síðan álit og tillögur nefndarinnar til flokks-
félaganna til umsagnar, en þau skili aftur sínu áliti
til flokksstjórnarinnar fyrir 1. maí 1944,
(Frá Ingimar Jónssyni.)
Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið.
Alþýðuflokkurinn hefir fyrir tveimur árum horfið
úr skipulagslegum tengslum við ALþýðusamband ís-
lands. Þó að tengsl þessi hafi þannig rofnað, vill 17.
þing Alþýðuflokksins lýsa yfir því, að í fullu sam-
ræmi við stefnu og starfsaðferðir flokksins frá upp-
hafi óskar hann samstarfs við verkalýðssamtökin,
þau, sem byggð eru á lýðræðisgrundvelli og vilja
•vinna að hagsmunum launastéttanna í landinu eins
og Alþýðusambandið hefir gert í undanfarinn aldar-
fjórðung. Um leið árnar þingið Alþýðusambandi ís-
lands allra heilla í störfum þess fyrir íslenzka alþýðu.
(Frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni.)
Kosningar í milliþinganefndir:
1. Fjáröflunarnefnd:
Jón Brynjólfsson, Sæmundur Ólafsson, Ágúst H.
Pétursson, Arngrímur Kristjánsson, Sigurrós
Sveinsdóttir.
59