Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 22

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 22
stöfuðu af óviðráðanlegum örðugleikum í rekstrin- um, eða óstjórn og óhófseyðslu eigendanna. Alþýðuflokkurinn var mjög mótfallinn þessum tapsfrádrætti, en að lokum hneig Framsóknarflokk- urinn til fylgis við SjáKstæðismenn í þessu atriði, og var málið því afgreitt af þessum tveimur flokk- um. Segja má með sanni, að skattalögin hafi fyrir atbeina Alþýðuflokksins tekið miklum bótum þótt ekki næðist samþykki fyrir öllu því, er flokkurinn hefði kosið í því sambandi. Hausfþingið 1941. Þegar kom fram á sumarið 1941 tók Framsókn- arflokkurinn að færa það í tal innan ríkisstjórnar- innar, að sett yrði löggjöf, er festi kaupgjald og verðlag íslenzkra afurða. Fulltrúi Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni andmælti þessu mjög eindregið, en Framsóknarflokkurinn hélt fast við sínar tillögur og leit svo út um tíma, að fulltrúar Sjálfstæðisflokks- íns myndu einnig fallazt á slíkt fyrirkomulag. Vegna þessa máls var Alþingi kvatt saman haustið 1941 og hafði Famsóknarflokkurinn þá tilbúið frumvarp til laga um bindingu kaupgjalds og verðlags, þar sem meira ao segja var ákveðið, að það mætíi ekki hækka kaup bótt vísitalan hækkaði. Þegar til þess skyldi taka, að ákveða hvort frum- varp þetta s'kyldi gert að stjórnarfrumvarpi eða eigi, snérust þó fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gegn málinu, eftir að þeir höfðu orðið þess varir, að 20

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.