Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Blaðsíða 13
xakin, markaði afstöðu Alþýðuflokksins til sam-
stjórnarinnar og mála þeirra, er hún hafði til með-
ferðar. Mun ég síðar í skýrslunni víkja að því, á
hver.n hátt miðstjórn og þingflokkurinn framfylgdu
þessari ályktun, sem ég tel að hafi verið gert svo
rsem flokksþingið ætlaðist til.
Á þessu sama flokksþingi voru einnig gerðar á-
lyktanir um það, sem Alþýðuflokkurinn taldi nauð-
•synlegt að gera til þess að ráða bót á dýrtíðarástand-
inu í landinu. Samþykkti flokksþingið því, að herða
þyrfti mjög á öllu eftirliti með verðlagi, og að
verðlagseftirlitið þyrfti að ná jafnt til innlendra
:sem erlendr.a vörutegunda, — auk þess sem hafa
þyrfti eftirlit með farmgjöldum, og loks að sameina
þyrfti öll þessi verðlagsmál í höndum einnar verð-
lagsnefndar.
Einnig ályktaði þingið, að leggja yrði sérstakan
skatt á söluverð afurða, sem seldar væru til út-
landa með stríðsgróða, og skyldi honum m. a. varið
til þees að lækka verðlag innlendra, afurða, sem
seldar væru til neyzlu innanlands.
Þá ályktaði flokksþingið einnig, að fella bæri nið-
ur tolla af ‘brýnustu nauðsynjavörum og að nota
skyldi heimild tollskrárinnar til þess að krefja ekki
tolla af stríðsfarmgjöldum, — og loks, að viðhalda
bæri hömlum á hækkun húsaleigunnar.
Flokksþingið kra'Aist þess og í sömu ályktun, að
.afnumið yrði skattfrelsi útgerðarinnar og að stofnað-
ur yrði nýbyggingarsjóður útgerðarfyrirtækja, en
tekj uskattslögunum breytt á þann veg, að lágtekju-
menn þyrftu ekki að bera meiri raunverulegan skatt
11