Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Blaðsíða 23
íkjósendur flokksins voru málinu mjög andvígir.
Þegar þetta skeði, baðst forsætisráðherra Hermann
Jónasson lausnar fyrir allt ráðuneytið, eftir að sýnt
var að meirihluti Alþingis var frumvarpinu and-
vígur.
Stóð svo í nokkru þrefi um mál þetta á Alþingí
langa hríð, en að lokum varð það úr, að sama
stjórn og áður, tók við völdum að nýju, — sömu
menn með sömu verkaskiptingu. En það kom brátt
í Ijós á eftir, að engar tilraunir voru gerðar af
hálfu fulltrúa hinna flokkanna, Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokksins, til þess að notfæra sér frek-
ar en áður heimildarlögin um ráðstafanir gegn dýr-
tíðinni, er samþykkt voru á aðalþinginu 1941. 1
stað þess héldu íslenzkar afurðir áfram að 'hækka
í verði, og dýrtíðin óx hröðum skrefum. Var þetta
til mikils óhagræðis fyrir allar launastéttir landsins,
ekki sízt sökum þess að margar þeirra höfðu engar
grunnkaupshækkanir fengið um næstliðin áramót,
En dýrtíðaruppbót fengu menn fyrst eftir nokkurnt
tíma, og eftir að þeir höfðu orðið að kaupa hækk-
andi vöirur, og það mestu nauðsynjavörurnar, um.
alllangt skeið, án nokkurrar kauphækkunar.
Upphaf ársins 1942.
Þegar leið að áramótum 1941/2 sögðu nokkur
iðnaðarmannafélög í Reykjavík upp samningum sín-
um við atvinnurekendur og kröfðust grunnkaups-
hækkunar, er nam 10—20%. — Auðfundið var á
21