Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 8
Umræða um fjármál.
Ágúst Einarsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins óskaði sér-
staklega eftir að taka til máls. Tilkynnti hann að Alþýðu-
flokkurinn hefði enga veðskuld í neinuni bönkum nema
1000,oo kr. lán. Ágúst færði Sighvati Björgvinssyni sér-
sta'kar þakkir, einnig Eiði Guðnasyni og þingmönnum
öðrum. Starfsmönnum flokksins, Kristínu Guðmundsdóttur
og Ástu Benediktsdóttur þakkaði hann vel unnin störf á
skrifstofunni.
Umræður um lagabreytingar og önnur mál.
Tóku þá til máls: Ríkharður Jónsson, sem skýrði frá
nýtilkomnu samkomulagi á Akranesi um prófkjör. Síðan
tóku til máls: Hörður Zóphóníasson, Kjartan Jóhannsson,
Bragi Jósepsson, Sighvatur Björgvinsson, Jónas Guðmunds-
son, Guðmundur Haraldsson, Sigríður Einarsdóttir, Sig-
urður Gunnarsson, Jón Karlsson, Gunnólfur Árnason,
Hörður Zóphóníasson, Sigurður E. Guðmundsson, Guð-
laugur Tryggvi Karlsson, Bragi Jósepsson, Karvel Pálma-
son, Jón Hjálmarsson, jón Helgason, Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir.
Kjartan Jóhannsson skýrði frá, að franskir jafnaðar-
menn héldu nú flokksþing sitt og lagði til, að þeim yrði
sent skeyti með árnaðaróskum, svohljóðandi:
„Flokksþing íslenskra jafnaðarmanna sendir flokksþingi
ykkar beztu kveðjur og óskar ykkur farsældar í starfi á
þinginu og fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar.“
Var tillaga formanns samþykkt með lófataki.
Davíð Björnsson lagði fram tillögu ásamt Jóni Ólafs-
syni og Snorra Guðmundssyni og talaði Davíð fyrir henni.
Tillaga þeirra var þess efnis að við 34. gr. d. lið bætist
„6 menn kosnir af þingi SUJ.“
6