Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 15

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 15
KJARTAN J ÓHANNSSON: Setning 40. flokksþings Alþýðuflokksins Góðir félagar. Verið velkomin til þessa flok'ksþings. Ég vil sérstaklega bjóða velkomna hina erlendu gesti: Inge Fischer Möller, varaformann danska Alþýðuflokksins. Gerd Engman, ritara Sambands Alþýðuflokkskvenna í Svíþjóð og Evu Fagerström ritara skipulagsmála sama sam- bands. Ég vil óska þess, að hér verði vel unnið, og af alúð um hvert mál fjallað og að þetta megi verða árangursríkt þing, Alþýðuflo'kknum og stefnu okkar til framdráttar. Þegar við hittumst á reglulegum flokksþingum höfðum við minnst látinna félaga sérstaklega. Það er ekki venja að gera það á aukaþingum. Engu að síður ætla ég að leyfa mér að gera hér á örlitla undantekningu. Tvær konur, sem unnu ótrauðar mikið starf fyrir Alþýðuflokkinn, hafa látist í þessum mánuði. Tveir af fyrri forystumönnum flokksins, sem gegndu erfiðum og vandasömum störfum fyrir Alþýðuflokkinn áratugum saman, og æðstu trúnaðar- störfum fyrir þjóðina hafa í sama mánuðinum séð á bak lífsförunautnum trygga. Guðfinna Sigurðardóttir, eigin- kona Emils Jónssonar lést snemma í þessum mánuði. Jóna Jónsdóttir, eiginkona Eggerts G. Þorsteinssonar, and- aðist fyrir tæpri viku. I virðingu og þökk til þessara látnu 13

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.