Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 45

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 45
Hinir þrír ráðherrastólar Alþýðubandalagsins ætla að reyn- ast íslenskum verkalýð og vinstri hreyfingu dýrkeyptir. Með láglaunafólkinu, gegn íhaldinu. Aukaþing Alþýðuflokksins haldið 24. og 25. október 1981 varar allt launafólk við þeirra háskalegu þróun, sem fram hefur komið í verulega lækkuðum kaupmætti og öryggisleysi í atvinnumálum. Þessi þróun mun leiða til þess, að íhaldsöflin ná heljartökum á stjórnmálalífi lands- ins. Aukaþing Alþýðuflokksins hvetur menn til andstöðu við þessa hættulegu þróun og heitir á alla vinstri menn og verkalýðssinna, hvar í flokki, sem þeir standa, tii tafarlausrar andspyrnu gegn þessari framrás íhaldsaflanna í landinu undir vernd hinnar nýju forystukynslóðar í Alþýðubandalaginu. Aukaþing Alþýðuflokksins skorar á verkalýðshreyfinguna að ganga nú fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir raunhæfum kjarabótum fyrir hina lægst laun- uðu og þingið varar eindregið við því, ef undir yfirskyni heildarsamstöðu í samningamálum á að láta láglaunafé- lögin ganga fyrst frá óverulegum kjarabótum sér til handa, en láta svo launafélögin koma í kjölfarið með sérsamn- inga, þar sem læknasamningar fjármálaráðherra verði hafðir að leiðarljósi. Aukaþing Alþýðufiokksins felur Alþýðuflokksmönnum í verkalýðshreyfingunni að leggja á komandi vikum megin- þunga á baráttuna fyrir raunverulegum kjarabótum til handa láglaunafólkinu, og ítrekar þá skoðun Alþýðuflokks- ins að þar skipta höfuðmáli raunhæfar kjarabætur og raunveruleg kaupmáttaraukning, en ekki innantóm pen- ingalaunahækkun, sem ríkisstjórnin tekur tafarlaust til baka eins og hún gerði á s. 1. ári. Aukaþing Alþýðuflokks- ins felur jafnframt alþingismönnum flokksins að undirbúa 43

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.