Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 49
veg, að þar ríkir nú meira lýðræði um stefnumótun og
val á málsvörum, en gerist í öðrum stjórnmálaflokkum.
Alþýðuflokksmenn, sem hefur verið trúað til ábyrgðar-
starfa, verða auðvitað að una ákvörðunum, sem teknar eru
með lýðræðislegum hætti, og gæta sóma síns í sviðsljósi
almenningsálits.
Flokksþing Alþýðuflokksins, sem haldið var á s. 1. ári
fól ýmsum flokksmönnum trúnaðar- og forystustörf á veg-
um Alþýðuflokksins. Aukaflokksþing Alþýðuflokksins
haldið í Reykjavík 24. og 25. október 1981 ítrekar traust
sitt á formanni flokksins, varaformanni og öðrum þeim,
sem hafa verið valdir til trúnaðarstarfa á vegum flokksins.
Flokksþingið ætlast til þess að Alþýðuflokksfólk, og þá
ekki síst þeir flokksmenn, sem sinna þjóðmálastörfum í
nafni flokksins virði lýðræðislegar ákvarðanir Alþýðu-
flokksins, sem þeir sjálfir hafa átt aðild að, og skaði ekki
með upphlaupum og stóryrðum störf þeirra manna, sem
flokkurinn treystir til trúnaðar og forystustarfa á sínum
vegum.
47