Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Qupperneq 46
á Alþingi frekari tillögugerð um sérstakar aðgerðir á sviði
atvinnumála, skattmála, launamála og félags- og húsnæðis-
mála, sem sérstaklega eru sniðnar við þarfir raunverulegs
lágtekjufólks í því skyni að auka kaupmátt og bæta
lífskjör.
Lágtekjufólk á íslandi er afskiptur hópur. Lífskjör þess
eru smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Ljóst er að konur
skipa að stórum hluta til hinn eiginlega láglaunahóp,
því verður verkalýðshreyfingin og stjórnvöld að gera sér-
stakt átak til að samræma launakjör kvenna og karla,
þannig að lögin um launajöfnuð frá 1961 séu virt. Auka-
þing Alþýðuflokksins telur að þýðingarmestu verkefni
íslenskra jafnaðarmanna séu nú tvíþætt: í fyrsta lagi að
berjast fyrir hagsmunum þess láglaunafólks og afmá þann
smánarblett, sem núverandi kjör þess eru. í öðru lagi að
stöðva framrás íhaldsaflanna í þjóðfélaginu, sem stefna
nú að því að sækja fram í tveimur fylkingum. Aukaþing
Alþýðuflokksins fordæmir hina nýju forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, sem vitandi vits veita íhaldsöflunum liðsinni
sitt til þessara ráðagerða, en heitir á flokksmenn þeirra
og allt annað vinstri sinnað fólk á íslandi, að standa með
Alþýðuflokknum gegn framsókn íhaldsaflanna og berjast
þannig fyrir félagslegu réttlæti, virkri og vakandi verka-
lýðshreyfingu og raunhæfum lífskjarabótum lágtekjufólks.
Ennfremur leggur flokksþingið ríka áherslu á baráttu
fyrir jafnrétti handa fötluðum þjóðfélagsþegnum. Þingið
krefst þess, að ríkisvaldið stórauki fjárveitingar til málefna
fatlaðra og heitir á þingmenn flokksins að beita sér fyrir
róttækum breytingum í þágu fatlaðra samborgara.
Alþýðuflokkurinn vill hafa forystu um að félagshyggju-
fólk í landinu nái að starfa saman hvar í flokki, sem það
stendur. Með breiðri samstöðu þess þarf m. a. að breyta
44