Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 26

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 26
sinni fyrr. Allir sjóðir hafa verið tæmdir og þeir eru meira að segja farnir að taka lán fyrir útgjöldum sínum. Hryggilegast er þó að horfa upp á þá láglaunastétt sem komið hefur verið upp hér á íslandi og skrimtir á sultar- launum. Þetta er smánarlegt. Kjör hinna verst settu verður að bæta. Launataxta hinna lægst launðu verður að hækka sérstaklega. Ef það hrekkur ekki, þá verður samfélagið að koma til móts við þetta fólk með skattalækkunum og með afkomutryggingu eins og við Alþýðuflokksmenn höfum flutt tillögur um á Alþingi við umfjöllun skattalaga. Það er skylda samfélagsins. Sama gildir um málefni húsbyggjenda. Þar höfum við Alþýðuflokksmenn flutt tillögur um aukningu langtímalána og sýnt fram á, hvernig megi ná árangri í þeim efnum. Þannig höfum við í hverju málinu á fætur öðru á Alþingi sýnt fram á hver stefnumörkunin á að vera. Hér hefur ekki verið um yfirboð að ræða, heldur raunhæfa, skyn- samlega stefnumörkun. I íslenskum stjórnmálum ríkir furðulegt en mjög áhyggju- samlegt ástand. Forystusveit Alþýðubandalagsins og Fram- sóknar kusu á sínum tíma að leiða íhaldið til öndvegis í núverandi ríkisstjórn, — ríkisstjórn, sem síðan hefur reynst einhver mesta íhaldsstjórn, sem setið hefur að völdum á Islandi. I framhaldi af þessari ákvörðun skipaði forystusveit Aiþýðubandalagsins flokksbræðrum sínum í verkalýðshreyfingunni að rjúfa þar samstarf við og sam- stöðu með Alþýðuflokknum, en leiða íhaldið til öndvegis. Samvinna íhalds og komma er reyndar ekki ný af nálinni. Við höfum kynnst henni áður. Þetta gerðist á sínum tíma þegar kommúnistar og íhald sameinuðust um að rjúfa tengslin milli Alþýðuflokksins og Alþýðusam- 24

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.