Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 44

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 44
ar samtímis yfir láglaunafólki, að handa því sé ekki svig- rúm til nema 2% grunnkaupshækkana. Alþýðubandalagið hefur fallist á að bera ábyrgð á því með Framsóknar- flokknum og íhaldinu, að kaupmáttur kauptaxta verka- fólks er nú 12 stigum færri, en hann var um það leyti, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var felld sumarið 1978, þrátt fyrir þá hagstæðu þróun í utanríkisviðskiptum að undanförnu, sem hefði átt að geta skapað möguleika til verulegrar kaupmáttaraukningar. í kosningabaráttunni 1979 þóttist Alþýðubandalagið vera höfuðandstæðingur leiftursóknaraflanna. Nú situr það í ríkisstjórn undir for- ystu talsmanns leiftursóknarinnar. Að baki þeirrar glansmyndar, sem ríkisstjórnin hefur búið til, býr hrikalegt ástand í atvinnumálum. Atvinnu- vegir landsmanna eru reknir á erlendum lánum þ. á m. orkuiðnaðurinn og jafnvel þær búgreinar, sem til þessa hafa reynst einna arðbærastar svo sem eins og loðnuveið- arnar. Þá er fyrirsjáanlegt, að síldveiðar stöðvist innan örfárra daga þar sem ekki hefur tekist að selja síld á verði, sem nægir til þess að veiðarnar beri sig. Almennt fiskverð, sem taka átti gildi 1. október s. 1. hefur enn ekki verið ákveðið. Þá eru uppi áform um að jafna milli greina í sjávarútvegi með millifærslum. Slíkt mun hafa í för með sér stóráfall fyrir atvinnugreinina í heild þar sem það þjónar þá ekki lengur tilgangi að reyna að semja um sem hagstæðust verð á erlendum mörkuðum. Megi marka þær skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið að undanförnu, hefur íhaldsöflunum verið að vaxa ásmegin, og þau stefna að því að ná undirtökunum í íslensku stjórnmálalífi á næstu misserum. Valdagleðin og steigurlætið hafa byrgt foringjum Alþýðubandalagsins sýn. 42

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.