Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 23
eru að berjast við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þetta fólk
slítur sér út frá morgni til kvölds og hleypur á milli
bankastjóranna til þess að fá ný lán til þess að standa
undir afborgunum af gömlum lánum. Þetta brýtur niður
heimilislíf og fjölskyldulíf.
Ég kann líka mörg dæmi um þann raunveruleika, að
aldraðir fái ekki vist á hjúkrunarheimilum, þannig að
börn þeirra geta ekki stundað vinnu sína, heldur verða
að sitja heima af þeim sökum. Svona þjóðfélag viljum
við ekki. Við viljum ekki, að fólk þurfi að slíta sér út
til þess að eignast þak yfir höfuðið. Við viljum ekki, að
nokkur maður sé hrakinn úr vinnu sinni vegna þess að
það sé ekki rúm fyrir aldraða móður og aldraðan föður
á sjúkrahúsi og við viljum ekki, að þúsundir manna búi
við 4500—5000 kr. mánaðarlaun.
Ríkisstjórnin hrósar sér af árangri í verðbólgumálum
og fer með margar og fallegar tölur um kaupmátt, en
sannleikurinn er sá, að myntbreytingin, er eitthvert mesta
fals, sem framkvæmt hefur verið á íslandi. í skióli hennar
hafa margir hlutir smáir og stórir verið stórhækkaðir í
verði. Ég veit, að þið öll hér kunnið dæmi um þetta.
En þetta mælist ekki í vísitölunni. Ríkisstjórnin hefur
einungis áhuga á vísitöluvörunum. Vísitöluna má falsa og
sú vísitala, sem við búum við, sýnir ekki raunveruleg
útgjöld okkar. Grundvöllur vísitölunnar er gamall og
úreltur. Við krefjumst þess að fá nýja vísitölu. Við krefj-
umst þess, að þeirri kjaraskerðingu, sem yfir okkur hefur
dunið gegnum myntbreytingafalsið, verði skilað aftur. Og
það er sama hvað fulltrúar ríkisstjórnarinnar fara með
margar tölur yfir kaupmátt. Það er buddan, sem sker úr
og við vitum það öll, að buddan sýnir okkur og sanna-r,
að peningarnir endast verr núna heldur en þeir gerðu
21