Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 23

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 23
eru að berjast við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þetta fólk slítur sér út frá morgni til kvölds og hleypur á milli bankastjóranna til þess að fá ný lán til þess að standa undir afborgunum af gömlum lánum. Þetta brýtur niður heimilislíf og fjölskyldulíf. Ég kann líka mörg dæmi um þann raunveruleika, að aldraðir fái ekki vist á hjúkrunarheimilum, þannig að börn þeirra geta ekki stundað vinnu sína, heldur verða að sitja heima af þeim sökum. Svona þjóðfélag viljum við ekki. Við viljum ekki, að fólk þurfi að slíta sér út til þess að eignast þak yfir höfuðið. Við viljum ekki, að nokkur maður sé hrakinn úr vinnu sinni vegna þess að það sé ekki rúm fyrir aldraða móður og aldraðan föður á sjúkrahúsi og við viljum ekki, að þúsundir manna búi við 4500—5000 kr. mánaðarlaun. Ríkisstjórnin hrósar sér af árangri í verðbólgumálum og fer með margar og fallegar tölur um kaupmátt, en sannleikurinn er sá, að myntbreytingin, er eitthvert mesta fals, sem framkvæmt hefur verið á íslandi. í skióli hennar hafa margir hlutir smáir og stórir verið stórhækkaðir í verði. Ég veit, að þið öll hér kunnið dæmi um þetta. En þetta mælist ekki í vísitölunni. Ríkisstjórnin hefur einungis áhuga á vísitöluvörunum. Vísitöluna má falsa og sú vísitala, sem við búum við, sýnir ekki raunveruleg útgjöld okkar. Grundvöllur vísitölunnar er gamall og úreltur. Við krefjumst þess að fá nýja vísitölu. Við krefj- umst þess, að þeirri kjaraskerðingu, sem yfir okkur hefur dunið gegnum myntbreytingafalsið, verði skilað aftur. Og það er sama hvað fulltrúar ríkisstjórnarinnar fara með margar tölur yfir kaupmátt. Það er buddan, sem sker úr og við vitum það öll, að buddan sýnir okkur og sanna-r, að peningarnir endast verr núna heldur en þeir gerðu 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.