Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Qupperneq 8

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Qupperneq 8
Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúli Kjartansson fluttu sam- talsþátt um baráttumál flokksins og það sem áunnist hefur. Fundarmenn sungu „ísland ögrum skorið“. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins setti þing- ið með ræðu sem hér fer á eftir: Góðir þingfulltrúar, ágætu gestir. Velkomin til flokksþings. Á þessu þingi munum við, auk þess að kjósa flokknum stjórn, líta yfir liðna tið frá seinasta flokksþingi, en ekki síður horfa fram á veginn. Fyrir þinginu liggja mörg þingskjöl, byggð á ítarlegri vinnu. Á grundvelli þeirra munum við marka afstöðu okkar og taka ákvarðanir. Lítum fyrst yfir hið liðna. Því er ekki að leyna að ýmis áföll hefur borið upp á og það hefur reynt á þolgæði okkar og þrautseigju. Allt verður ekki rakið en ég vil nefna fáeina þætti. I fyrsta lagi klofnaði flokkurinn. Einn af okkar mikilhæf- ustu og litríkustu þingmönnum, Vilmundur Gylfason, tók þá ákvörðun að segja skilið við flokkinn og stofna nýjan flokk, Bandalag jafnaðarmanna. Þetta var vissulega mikið áfall. Við þessar aðstæður var kosningabaráttan háð. Það var upp í móti að sækja allan tímann. Skoðanakannanir og kosn- ingaspár bentu til óvægilegs fylgistaps Alþýðuflokksins, en með öflugu og samstilltu átaki tókst þó að gera hlut flokksins nokkru betri en spár og kannanir bentu til. Engu að siður var fylgistap okkar verulegt. Ósigurinn varð okkur annað áfall. Landregnar stjórnarmyndunarviðræður tóku við. í ljós kom að eini stjórnarmyndunarkosturinn, þar sem Alþýðu- flokkurinn kom til álita, var í samstjórn með núverandi stjórnarflokkum. Allar aðrar hugmyndir um ríkisstjórnar- samstarf, þar sem Alþýðuflokkurinn kom við sögu, mættu áhugaleysi af hálfu annarra. Það kom síðar í ljós að þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn vildu ekki taka tillit til sjónarmiða Alþýðuflokksins. Öllum kröfum okkar um kerf- 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.