Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 10
auðvelt. Það verður bæði erfitt og vandasamt. En til þess er-
um við í pólitík að takast á við mótlæti og snúa því til sigurs.
Þótt verkefni þessa þings verði að hluta að vega og meta þá
lærdóma, sem við getum dregið af fortíðinni, verður þó meg-
inverkefni þingsins að horfa til framtíðarinnar — horfa fram
á veginn.
Þjóðin hefur nú fengið að reyna hvers konar ríkisstjórn sit-
ur nú við völd. Af harðsvíruðu miskunnarleysi hefur hún ráð-
ist gegn þeim sem minnst mega sín og lagt allar byrðar á
launafólk. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hóf feril
sinn með því að féfletta launafólk og afnema samningsrétt
þess um kaup sitt og kjör, einn af hornsteinum lýðræðis og
mannréttinda. Jafnframt réðst ríkisstjórnin til atlögu gegn
félagslegri velferð. Lyf og læknisþjónusta voru margfölduð í
verði, vegið var að kjörum aldraðra, Ioforð við húsbyggjend-
ur og námsfólk voru svikin og vextir hækkaðir umfram það
sem nokkurs staðar þekktist.
Þannig var hinn harði hnefi afturhaldsins hafinn á loft, í
einni leiftursókn átti að brjóta niður stoðir velferðar, sam-
hjálpar og samábyrgðar, sem reistar höfðu verið með áratuga
starfi.
Þótt þjóðin hafi eytt um efni fram er það ekki gamla fólkið
og ekki hinir sjúku sem því hafa valdið.
Þótt lúxus sjáist víða er hann ekki í menntuninni. Hún er
ekki lúxus hún er mannréttindi.
Allar hugmyndir um að hinir vel stæðu greiði fyrir sjúkra-
þjónustu sína, eru andstæð jafnaðarstefnunni, því að í þeim
felst að fólk eigi að sanna fátækt sína til þess að njóta þjón-
ustu sem við jafnaðarmenn teljum til mannréttinda. Enginn
á að þurfa að fara á mis við læknisþjónustu og hjúkrun pen-
inganna vegna.
Á sama hátt teljum við það til mannréttinda að öllum sé
búin jöfn aðstaða til náms og fjárhagur ráði því ekki, hvort
menn geta aflað sér menntunar.
8