Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 23

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 23
Fyrstur tók til máls Sigurður E. Guðmundsson og ræddi hann erfiðar aðstæður innanflokks frá síðasta flokksþingi vegna klofnings flokka. Hvatti til formlegs samstarfs og samráðs allra jafnaðar- manna. Lagði fram og las tillögu þar að lútandi. Ræddi um Alþýðublaðið og vitnaði i Jóhönnu Egilsdóttur: „Alþýðublaðið er eins og hjartað í brjósti okkar“ Blaðið hefur verið í niðurlægingu í fjölda ára. Hvatti til að blaðið yrði eflt og bætt og gert meira „aðlaðandi“. Sagði blaðið gera meira gagn en marga grunaði. Flutti tillögu (um endurreisn blaðsins og uppbyggingu). Hvatti flokksfélög úti um landið til að starfa af meiri krafti og krefjast ekki alls af flokksstjórn og Iandsfl. Breyta verður öllum starfsháttum sem löngu eru orðnir úreltir til að keppa við aðra flokka. Efla — stórefla — verður unghreyfinguna. oafsakanlegt er að láta það starf drabbast niður. Sagði frá lóð sem Alþýðuflokkurinn á við Laugaveg og bú- ið er að greiða skatta og skyldur af. Vonir standa til að þar rísi félagsmiðstöð fyrir allt okkar starf. Jóhann Möller hvatti til bjartsýni og vonaði að þingið yrði kraftmikið og varaði við andvaraleysi og kæruleysi. Vildi hann að fleiri skiptu sér af Alþýðublaðinu, því það hefði hlut- verki að gegna. Bjarni Guðnason mælti með að leitað yrði samstöðu við Bandalag jafnaðarmanna og bar fram tillögu þar um ásamt Árna Gunnarssyni og Hallsteini Friðþjófssyni. Emelia Samúelsdóttir ræddi málefni Alþýðuprentsmiðj- unnar og skyldu félagsmanna til að taka að sér þau störf sem flokkurinn krefðist af þeim. Geir A. Gunnlaugsson fjallaði um rekstur Alþýðublaðsins og Alþýðuprentsmiðju. 21

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.