Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 37

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 37
ræðisríki í þvi formi sem hér hefur tíðkast, t.d. í Bandaríkjun- um og Kanada þurfa stuðningsmenn að skrá sig með venju- legum fyrirvara. Þetta hefur þróast af áratuga reynslu. Önnur umræða: Þegar fundur hófst að nýju hafði Steingrímur Ingvarsson framsögu fyrir laganefnd og var það síðari umræða um lög flokksins. Mælti nefndin með breytingum á 19. grein flokks- laga og eru þær á þskj. 13. Böðvar Björgvinsson fagnaði áliti laganefndar. Snorri Guðmundsson flutti breytingartillögu um að 5. málsgr. félli niður og ákvæði um opið prófkjör kæmi í stað- inn. Magnús H. Magnússon lýst reynslu af opnu prófkjöri og mælti með að heimamenn réðu sem mestu um framkvæmd prófkjörs eftir reynslu fyrri ára. Magnús taldi að þörf væri á að kjósa varamenn í flokksstjórn, t.d. þá 10 sem næst eru því að ná kjöri. Geir Gunnlaugsson gerði grein fyrir störfum ferðajöfnun- arnefndar. Sveinn Hálfdánarson studdi eindregið reglur um að próf- kjör yrðu flutt heim í héruð og studdi einnig tillögu Snorra Guðmundssonar. Gunnar R. Pétursson lagðist gegn tillögu Snorra Guð- mundssonar og mælti með, að tillaga laganefndar yrði sam- þykkt óbreytt. Björn Gíslason taldi að breytingartillögur Iaganefndar yrðu til þess að auka lýðræði í flokknum og ákveða þyrfti strax um lagabreytingar. Skjöldur Þorgrímsson vildi mótmæla banni á veiðum fiskibáta undir 10 tonnum. Snorri Guðmundsson skýrði nánar tillögu sína um próf- kjör. Borin var upp tillaga Gunnlaugs Stefánssonar um að visa lagabreytingum til flokksstjórnar. Felld með þorra atkvæða. 35

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.