Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 38

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 38
Tillaga Snorra Guðmundssonar: 83 sögðu nei. 37 sögðu já. Felld. Tillaga laganefndar samþykkt. Hún er svohljóðandi: 19. gr. laga fyrir Alþýðuflokkinn hljóðar svo (frá og með 5. mgr. laganna: Kjördæmisráð ákveður framboðslista flokksins við kosn- ingar til Alþingis og fulltrúaráð eða stjórnir félaga framboðs- lista til sveitarstjórnar. Heimilt er að hafa prófkjör um val í efsta sæti framboðs- lista, sem borinn er fram í nafni Alþýðuflokksins við Alþing- is- og sveitarstjórnarkosningar. Aðeins flokksbundnum Alþýðuflokksmönnum er heimil þátttaka í prófkjöri. Kjörgengir til prófkjörs eru aðeins flokksbundnir Alþýðu- flokksmenn. Ef ákveðið er að halda prófkjör skal kjördæmisráð sjá um framkvæmd þess til alþingiskosninga, en fulltrúaráð eða stjórnir félaga um kjör fulltrúa á Iista til sveitarstjórnar. Heimilt er þó að fela sérstakri kjörstjórn að sjá um prófkjör og er hún þá kosin af viðkomandi aðilum. Kjörstjórn annast allan undirbúning prófkjörs. Þar sem starfandi eru Alþýðuflokksfélög skal hafa opna kjörstaði. Á stöðum, þar sem ekki eru starfandi Alþýðuflokksfélög er kjörstjórn heimilt að velja trúnaðarmenn til að annast fram- kvæmd prófkjörs eða að einstakir flokksmenn greiði atkvæði bréflega. Heimilt er kjörstjórn að skipa undirkjörstjórn til þess að auðvelda framkvæmd prófkjörs. Viðkomandi kjörstjórn set- ur nánari ákvæði um framkvæmd bréflegrar atkvæða-' greiðslu. Velja skal með þessum hætti í jafnmörg sæti framboðslist- ans og fulltrúar Alþýðuflokksins urðu í næstu sambærilegum kosningum á undan að einu viðbættu. Þar sem flokkurinn hafði engan kjörinn fulltrúa, skal kjósa í eitt sæti. 36

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.