Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 39

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 39
í þessu sambandi teljast landskjörnir þingmenn fulltrúar Alþýðuflokksins í kjördæminu. Prófkjör skal hefjast minnst fjórum mánuðum fyrir reglu- legar kosningar, en sé um aukakosningar að ræða, ákveður kjörstjórn tímasetningu prófkjörs í samráði við flokksstjórn. Kjörgengi til prófkjörs vegna alþingiskosninga hafa þeir flokksbundnir Alþýðuflokksmenn, sem til þess hljóta með- mæli minnst 50 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, en 25 í öðrum kjördæm- um. Fulltrúaráð eða flokksfélög ákveða tölu meðmælenda vegna sveitarstjórnarkosninga. Frambjóðandi ræður hvar hann vill stilla sér í sæti, en nýt- ur ekki atkvæða sem honum kunna að verða greidd i efra eða efri sætum í sæti neðar á lista, bjóði hann sig fram í fleiri sæti en eitt. Berist aðeins eitt framboð til sætis á lista er sjálfkjörið í það sæti. Kjörstjórn skal halda skrá yfir alla þátttakendur í próf- kjöri Alþýðuflokksins. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi fyrir þátttakendur. Framboð á vegum Alþýðuflokksins þarf endanlega stað- festingu flokksstjórnar. 37

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.