Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 45

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 45
samþykkt Kjördæmisráðs Norðurlands eystra og ætlast til viðbragða við henni. Böðvar Björgvinsson kom næstur í ræðustól og fjallaði m.a. um orkusölu til stóriðju. Sigurður E. Guðmundsson kom inn á húsnæðismál og þá sérstaklega ungs fólks, í ræðu sinni. Rakti hann kynni sín í starfi af erfiðleikum unga fólksins, sem stæði frammi fyrir missi íbúða sinna. Þá kom Sigurður inn á og vakti athygli á nýjungum í bygg- ingariðnaði og hugsanlegum iðnaði með útflutning að mark- miði, og greindi frá reynslu Finna í því efni. Tryggvi Jónsson ræddi samninga stjórnvalda við Alusuisse. Las upp till. að ályktun um orkuverð til stóriðju. Lagði til að till. um skuldaskilasjóð yrði vísað til flokks- stjórnar til frekari úrvinnslu. Erlingur Ævar Jónsson vill fá öflugri umræðu um atvinnu- mál, verkalýðsmál og sjávarútvegsmál. Telur þessar umræður hefðu þurft að fara fram fyrr á þinginu og með meiri þunga. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. íslendingar skulda $5000 á hvert mannsbarn. Ræddi ýmsar óarðbærar fjárfestingar á síðustu árum. Ólafur H. Einarsson: Alþýðuflokksfélag Mosfellssveitar og Kjósar: Atvinnustefna til aldamóta: Lýsti sig óánægðan með ýmsa liði þessa plaggs. Rökstuddi það og kom með tillögur að end- urbótum. Bjarni Guðnason talaði þá og fannst hugmyndin um skuldaskilasjóð heimilanna mjög merkileg og vildi vísa henni til flokksstjórnar til frekari úrvinnslu. Bar Bjarni fram tillögu þar um ásamt Birgi Dýrfjörð. Þá fjallaði hann um ályktun um launa- og kjaramál og vildi gera þar orðalagsbreytingar. Gunnar R. Pétursson vildi breyta formi flokksþinga. Taldi að till. SLIJ hefði verið betri eins og hún var upphaflega og ferskari en hún varð í endanlegri mynd. Þá lýsti hann ánægju með till. um skuldaskilasjóð og spurði hvort frystiiðnaður 43

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.