Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 46

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 46
nyti sama orkuverðs og ÍSAL. Hann varaði við hættu af því að SÍS sölsi undir sig æ fleiri frystihús og lýsti hann andstöðu sinni við gildandi kvótakerfi í fiskveiðum. Marías Þ. Guðmundsson kvaðst hnjóta um tvö atriði í þskj. 20 og vildi fá nánari skilgreiningu á tveimur atriðum og vildi horfa þar til framtíðar en ekki fortiðar, hann ræddi stöðu verkalýðshreyfingarinnar og störf verkalýðsmálanefndar. Sagði hræðslu hafa valdið, að ekki var tekið viturlegar á mál- um í nýafstaðinni kjarabaráttu. Loks fagnaði hann orðum Erlings Ævars um kvótakerfi, þar sem um algera ofstjórnun væri að ræða. Baldvin Jónsson vildi að inn i atvinnustefnu til aldamóta yrði bætt ákvæðum um nýtingu orkulinda. Baldvin andmælti orðum Guðlaugs Tryggva um að Kvísl- arveitur og Suðurlína væru óþarfar og vitnaði í skýrslu verk- fræðinga Landsvirkjunar. Taldi önnur lögmál gilda um orku- sölu til fiskiðju en stóriðju og gagnrýndi Gunnar R. Péturs- son en lýsti velþóknun á till. SUJ. Baldvin bauðst til að koma á fundi Alþýðuflokksfélaganna til að ræða ÍSAUsamning- ana, þegar séð var að ræðutími entist honum ekki. Var þá gengið til atkvæða um tillögur. Till. á þskj. 11 um leiðir til að jafna eigna- og tekjuskipt- ingu var samþykkt sem stefnuyfirlýsing og var formanni og framkvæmdastjórn falið að vinna úr því. Þá var tekið fyrir þskj. 19, brtill. Bjarna Guðnasonar var samþykkt samhljóða, breyting K. St. Guðnasonar var sam- þykkt samhljóða, svo og ályktun um launa- og kjaramál. Viðaukatillögur voru við þskj. 20. Till. Baldvins Jónssonar var samþykkt samhljóða. Till. Sig. E. Guðm. samþykkt með öllum atkv. gegn 1. Till. Elíasar Kristjánssonar um bankamál var felld með þorra atkvæða gegn fimm. Till. Maríasar Þ. Guðmundssonar um sölumennsku á ís- lenzkum útflutningsafurðum var samþykkt samhljóða. Till. Ólafs H. Einarssonar um forystu hins opinbera sam- 44

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.