Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 53

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 53
St j órnmálaályktun 42. Flokksþing Alþýðuflokksins lýsir andstöðu við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru póli- tískt athvarf fjármagns og gróðaafla. Hvenær sem þessir tveir flokkar hafa starfað saman hafa öfga öflin innan þeirra hrifs- að völdin og bælt niður frjálslynd og félagsleg viðhorf i flokkunum. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks verður því ævinlega rammasta afturhaldsstjórn; stjórn fjármagnsaflanna gegn fólkinu. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hóf feril sinn með því að féfletta launafólk og afnema samningsrétt, einn af hornsteinum lýðræðis og mannréttinda. Jafnframt réðst rík- isstjórnin til atlögu gegn félagslegri velferð. Lyf og læknis- þjónusta voru margfölduð í verði, vegið var að kjörum aldr- aðra, loforð við húsþyggjendur og námsfólk voru svikin og vextir hækkaðir umfram það sem nokkurs staðar þekkist. Þannig var hinn harði hnefi afturhaldsins hafinn á loft og leiftursókn átti að brjóta niður stoðir velferðar, samhjálpar og samábyrgðar, sem reistar höfðu verið með áratuga starfi og fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins. Jafnframt atlögunni að lífskjörum launafólks dafnar milliliðastarfsemi hömlulaust. Þar ríkir frelsi fárra til ofsa- gróða. Skattbyrðar almennings eru þyngdar en sköttum létt af fyrirtækjum og bankakerfinu. Fjölmargir sleppa við að greiða réttmætan skerf til sameiginlegra þarfa og ríkisstjórn- 51

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.