Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 68
verði beitt í samningum um orkuverð til stóriðju, og þess
gætt, að orkuverð til hennar verði ekki til að íþyngja orku-
verði til almennings. Gera verður þá sjálfsögðu kröfu til
þeirra er til samninga veljast, að þeir sólundi ekki almannafé
til útflutningsbóta á raforku.
Jafnframt vekur Alþýðuflokkurinn athygli á þeim tví-
skinnungi sem felst í þvi að meðan allt kapp er lagt á að ná
fram réttmætu söluverði á raforku til ÍSAL, skuli raforka seld
til Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga á hvergi nærri
sannvirði.
Um stefnuskrá Alþýðuflokksins
Flokksþingið samþykkir að afgreiða ekki að þessu sinni
breytingar á stefnuskrá flokksins, heldur verði boðað til
aukaþings á næsta ári þar sem stefnuskráin verði afgreidd.
Fyrirliggjandi áliti milliþinganefndar vísar flokksþingið til
meðferðar í flokksfélögunum.
Flokksþingið felur flokksstjórn og þingflokki að gangast fyr-
ir frekari undirbúningi stefnuskrárbreytinga, og verði vinnu-
gögn send flokksfélögunum.
Starfshópurinn hvetur þingfulltrúa til að miða umræðu sína
hér á þinginu um stefnuskrána við að vekja athygli á ýmsum
atriðum og málaflokkum sem vantar eða þyrfti að gera fyllri
skil í stefnuskránni og forðast að fara út í umræður um orða-
lag.
Ef farið verður að tillögum starfshópsins kemur til þing-
flokks, flokksstjórnar og félaganna að annast slíka vinnu.
Skuldaskilasjóður heimilanna
Þingið ályktar, að stofna beri „Skuldaskilasjóð heimil-
anna“, sem veiti aðstoð þeim fjölskyldum, sem komnar eru
í greiðsluþrot. Hlutverk sjóðsins verði, að lána a.m.k. til 30
ára, fjárhæðir, sem nægi til þess, að heimili og einstaklingar
geti greitt erfiðustu skuldir sínar og komið fjármálum í það
lag að ofbjóði ekki greiðslugetu.
66