Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 72

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 72
2. Jafnaðarmenn telja, að einkaréttur að framleiðslutækjum sé fyllilega eðlilegur á meðan hann stendur ekki í vegi fyrir réttlátri og heilbrigðri skipan þjóðfélagsmála. Vegna þróunar undirstöðuatvinnugreina hér á landi; sjávarútvegs og land- búnaðar, hefur einkarekstur í gjaldeyrisaflandi og gjaldeyris- sparandi atvinnugreinum ekki náð að þróast á eðlilegan hátt. Helmingaskiptaaðferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hefur gert það að verkum, að hér á landi hafa örfá stórfyrirtæki blómstrað, og þau síðan dregið í dróma alla eðlilega samkeppni og gleypt allt fjármagn, sem til skiptanna hefur verið. Einkarekstrarfyrirtæki skjólstæðinga þessara flokka hafa ekki farið á hausinn, þótt þau væru bæði illa rek- in og í grundvallaratriðum byggð á röngum forsendum. ís- lenzkur iðnaður hefur m.a. liðið stórlega fyrir þessa þróun. Alþýðuflokknum ber að stuðla að því, að arðbær og vel rek- inn einkarekstur hafi sömu möguleika og hinum rekstrarfor- munum hafa boðist í krafti stærðar og forréttinda. Einkarekstur hefur miklu hlutverki að gegna í þeirri atvinnu- uppbyggingu, sem verður að eiga sér stað á næstu áratugum. Auðvitað væri eðlilegt, að einkareksturinn myndaði eigin sjóði, til að efla rekstrarformið, en á því virðast litlir mögu- leikar, m.a. vegna þess, að stærstu fyrirtækin í svokölluðum einkarekstri, eru í raun einokunarfyrirtæki, sem hafa engan áhuga á því, að nota hagnað sinn til að efla atvinnurekstur annan til samkeppni. 3. Þeir miklu fjármunir, sem fara til opinbers reksturs eru oft illa nýttir. Stjórnendur opinberra fyrirtækja virðast oft fá um of frjálsar hendur til að ráðstafa fjármunum fyrirtækjanna. Vegna mikilvægis opinbers reksturs á tilteknum sviðum og þeirrar ábyrgðar, sem stjórnendur hans bera á fjármunum þjóðarinnar, verður að tryggja víðtækt og strangt eftirlit með öllum opinberum rekstri. Ríkisvald í lýðræðisríki er fyrst og fremst skipulagt sem valdhafi í stjórnkerfi, en ekki sem stjórnandi í hagkerfi. í stærsta og umfangsmesta atvinnu- rekstri þjóðarinnar verður hið opinbera að hafa forystu. 70

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.