Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 75

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 75
Viðauki: Rœða Jóns Baldvins Hannibalssonar á 42. flokksþingi Alþýðuflokksins Texti dagsins er prédikarinn, II. kapítuli, 3. vers: Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tima, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa það upp, sem gróð- ursett hefur verið, hefur sinn tíma. að deyða hefur sinn tíma og að lækna hefur sinn tíma, að rifa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefur sinn tima, að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að kveina hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma, að faðmast hefur sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma og að týna hefur sinn tíma, að geyma hefur sinn tíma og að fleygja hefur sinn tima að rífa sundur hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma, að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma, ófriður hefur sinn tíma, og friður hefur sinn tíma. Hvern ávinning hefur þá starfandinn af öllu striti sínu? Öllu er afmörkuð stund, lika okkur, sem hér erum saman komin til að ráða ráðum okkar um framtíð jafnaðarstefn- unnar á Islandi; og til að kjósa mönnum örlög. Nú eru tímamót. 73

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.