Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 76

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 76
.Þjóðfélagið er á tímamótum. Alþýðuflokkurinn er á tímamótum. Þær ákvarðanir, sem þið takið hér, munu mjög sennilega skiptasköpum um stjórnmálaþróun á íslandi fram að næstu aldamótum. Hvorki meira né minna. Ég treysti dómgreind ykkar; ég treysti á ábyrgðartilfinn- ingu ykkar, gagnvart þeim hinum dýra arfi forfeðra og braut- ryðjenda, sem ykkur hefur verið falið að ávaxta; Ég treysti á ábyrgðartilfinningu ykkar, gagnvart framtíð ís- lenzka lýðveldisins, lífskjörum og hamingju niðja okkar, bor- inna og óborinna. Þessa ögurstund sitjið þið í dómarasæti; í höndum ykkar er fjöregg Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar; ekkert ykkar fær undan því vikist að kveða upp sinn dóm. Ekkert ykkar fær að sitja hjá; og enginn dauðlegur maður er yfir það hafinn, að hlíta ykkar dómi. Alþýðuflokkurinn er á timamótum. Þjóðfélagið er á tímamótum. Á næstu misserum og árum göngum við á vit sjaldgæfra umbrotatíma í íslenzkum stjórn- málum. Það eru þúsundir íslendinga, karla og kvenna, ungra og aldinna, sem nú eru knúin til að leita nýrra svara við gömlum spurningum; um rétt og rangt, um gott og illt. Og minnumst þess: það er ekki ranglæti hinna illviljuðu, sem er verst; heldur afskiptaleysi og þögn — hinna góðvilj- uðu. Það er vel fylgzt með þessu flokksþingi. Það er gott. Öll þjóðin beinir augum sínum hingað þessa helgi. Öll þjóðin leggur við hlustir og vill heyra hvað hér er sagt. Það er gott. Þannig á það að vera. Ekki bara í þetta skiptið heldur ævin- lega. Minnumst brautryðjendanna, sem lögðu blóð sitt, svita og tár fram í fórnfúsri baráttu til að breyta þessu þjóðfélagi í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.