Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 12
geti verið framkvæmdar á sama tíma og
þannig sparað tíma og utanumhald hjá
útgerðum.
Hnökrar á lögskráningar-
kerfi lagfærðir
Lögskráning sjómanna er kerfi sem held-
ur utan um upplýsingar í tengslum við
útgáfu atvinnuskírteina sjómanna, t.d.
um menntun, þjálfun, siglingatíma og ör-
yggisfræðslu. Auk þess geymir það upp-
lýsingar um útgefin atvinnuskírteini,
lögskráningar á einstök skip, kröfur um
lágmarksmönnun skipa og frávik frá
þeim, undanþágur, áhafnatryggingar,
farþegaleyfi farþegaskipa í áætlunarsigl-
ingum og farþegaskipa og farþegabáta í
útsýnis-, skoðunar- og veiðiferðum.
„Með Skútunni eru lagfærðir ýmsir
hnökrar sem voru á eldra lögskráningar-
kerfi, t.d. að nú er hægt að lögskrá í
samsettar stöður þegar heimilt er að
skipstjóri sé jafnframt vélstjóri og hann
hefur réttindi í þær báðar. Jafnframt er
búið að tengja sama mönnunarreglur
farþegabáta og farþegaskipa við rétt-
indaflokka sjómanna. Á sérstakri upplýs-
ingasíðu má nálgast myndband um
framkvæmd lögskráningar, almennar
leiðbeiningar um lögskráningu sjó-
manna, lög og reglur um lögskráningu
sjómanna, réttindaflokka, forsendur lög-
skráningar og mönnunarreglur skipa,“
segir í tilkynningu Samgöngustofu.
Skipstjóra er óheimilt að láta úr höfn
nema allir skipverjar hafi verið lög-
skráðir á skip hans. Skipverjar þurfa að
hafa gilt atvinnuskírteini eða undan-
þágu í þá stöðu sem þeir eru lögskráðir í,
skipinu ber að vera með gilt haffæris-
skírteini og mannað miðað við stærð
þess, vélarafl, farsvið og útivist. Þá þarf
að vera fyrirliggjandi staðfesting á að
skipverjar hafi hlotið öryggisfræðslu í
Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan
hátt og að áhafnartrygging sé gild fyrir
alla um borð. Þetta gildir þó ekki í neyð-
artilvikum.
Þegar veru skipverja um borð lýkur
skal skipstjóri sjá til þess að viðkomandi
sé afskráður. Samgöngustofa skal afskrá
sjómann þegar skip hefur ekki lengur
haffæri, áhafnartrygging skipsins er út-
runnin eða atvinnuskírteini hans út-
runnið. Skal Samgöngustofa tilkynna
viðkomandi um að hann hafi verið af-
skráður.
Skipaskráningarhluti nýja tölvukerfisins Skútunnar innifelur ítarlegar upp-
lýsingar um skip, búnað þeirra, skoðanir og ýmislegt fleira. Tíðni skipaskoðana
og endurnýjunarskoðanir verða eftirleiðis með sama sniði og í alþjóðaumhverfi
siglinga. Mynd: Guðmundur Guðmundsson
EHF
Grandagarður 16 · 101 Reykjavík
rafvélaverkstæði - vindingar
skipaþjónusta - raflagnir - viðhald
Sími 552 8710 raftidni@raftidni.is
Gleðilega sjómannadagshátíð!
12
Vestmannaeyjahöfn
Cool