Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 42
42 Til hamingju með daginn sjómenn! Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn. sem skoðun gildir í eitt ár eru bátarnir fyrir vikið klárir þegar ýtt er úr vör á vorin til grásleppu- og handfæraveiða. Ég held að mér sé óhætt að segja að heilt yfir sýnir sig að ástandið er gott í t.d. strandveiðiflotanum sem telur nokkur hundruð báta og jafnvel þó að fyrir komi að draga þurfi bát í land þá er það mjög sjaldgæft ef horft er til fjölda bátanna,“ segir Stefán. Stefnir í nýtt metár í skoðunum á Norðurlandi Gunnar A. Njáll Gunnarsson er skipa- skoðunarmaður BSI á Íslandi með aðset- ur á Akureyri en sjálfur býr hann á Dal- vík. Hann fer vítt um Norðurland og segir miklu skipta fyrir viðskiptavinina að hafa aðgang að skoðunarþjónustunni heima í héraði. „Það var metár í skipaskoðunum hjá mér í fyrra og nú þegar ljóst að fjöldinn verður enn meiri í ár þannig að við- skiptavinir kunna að meta hversu hratt og örugglega þeir fá þessa þjónustu,“ segir Gunnar. Mesta álagið er jafnan á vormánuðum þegar smábátaflotinn er að undirbúa sumarið en haustmánuðirn- ir eru líka að stækka. „Ég hef verið í þessu starfi í fimm ár og lang flestir viðskiptavina gæta þess að hafa alla hluti í lagi. Því miður gildir það ekki um alla, hvort sem um er að kenna trassaskap eða hreinlega hugsun- arleysi. En það fer líka yfirleitt saman að þeir sem ekki eru með hlutina í góðu lagi eru líka þeir sömu og ganga verst um bátana. Umgengnin og ástand báts og búnaðar fylgjast yfirleitt alltaf að. Og það skemmtilega er að þeir sem maður sér að ganga mjög vel um sína báta og eru áhugasamir um að hlutirnir séu í lagi taka því bara fagnandi ef ég finn eitthvað atriði sem betur mætti fara. Þetta á við um 98% bátaeigendanna þannig að ástandið í heild er mjög gott. Samskiptin við eigendur skipa og báta eru líka mjög góð, enda ekki við okkur að sakast þó á einhver atriði sé bent sem þarf að laga. Það er hlutverk okkar skoð- unarmanna og undantekningalaust góð- ur skilningur á því,“ segir Gunnar og svarar því aðspurður að það atriði sem öðrum fremur sé fundið að sé frágangur á svokallaðri fangalínu við losunarbúnað björgunarbáta. „Svo eru það siglingaljós- in og stundum stífleiki í botnlokum.“ Nýtt vinnuumhverfi skoðunarmanna í notkun Trébátar eru horfnir úr útgerð í dag en hins vegar eru margir slíkir notaðir í ferðaþjónustu, t.d. á Norðurlandi. Gunn- ar segir miklar kröfur gerðar til báta sem eru í slíkri notkun enda margir um borð. „Á mínu svæði er mikið um trébáta og þær skoðanir eru svolítið frábrugðnar hefðbundnum skoðunum fiskibáta,“ segir Gunnar. Á dögunum var Skútan tekin í notkun en það er nýtt tölvukerfi Samgöngustofu og tilkoma þess breytti starfi skipaskoð- unarmanna nokkuð. Nú færa þeir upp- lýsingar jafnóðum inn í kerfið í gegnum spjaldtölvu á skoðunarstað. „Þetta spar- ar mikla pappírsvinnu hjá okkur en síð- an hefur svokallaður skoðunarhringur líka verið lengdur úr fjórum árum í fimm. Með því er verið að færa taktinn og fyrirkomulag skipaskoðana til sam- ræmis við það sem tíðkast t.d. í Noregi, sem við gjarnan berum okkur saman við á þessu sviði. Eftir sem áður eru það gæði skoðana sem eru í forgangi og aldr- ei gefinn neinn afsláttur af öryggiskröf- um. Það er kjarninn í því sem við erum að gera,“ segir Gunnar.  Gunnar A. Njáll Gunnarsson, skipaskoðunarmaður á Norðurlandi. „Lang flestir okkar viðskiptavina gæta þess vel að hafa alla hluti í lagi,“ segir hann.  Smábátaflotinn er stærsta verkefni skipaskoðunarmanna BSI á Íslandi ehf. en skipaskoðanir fyrirtækisins nema hundruðum ár hvert.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.