Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 35
35
Sama nafn frá upphafi
Bryndís ÍS er 14,2 metrar að lengd og
mesta breidd bátsins er 3,7 metrar en
báturinn er skráður 19 tonn.
„Báturinn hefur alla tíð borið Bryn-
dísarnafnið sem er nokkuð merkilegt
miðað við þessa löngu útgerðarsögu allt
frá 1939 til aldamóta. Algengast er að
nöfnum báta sé breytt þegar þeir fara
milli eigenda en jafnvel þó Bryndís hafi á
þessum áratugum fengið nýja eigendur
þá héldu þeir allir þessu nafni. Hið sama
gildir um systurskipið, Sædísi. Báðir
voru bátarnir alla tíð gerðir út frá Ísa-
firði og Bolungarvík,“ segir Hörður um
sögu Bryndísar.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi
samantekt er Bryndís ein af sex eikar-
bátum sem Bárður G. Tómasson hannaði
og smíðaði á sínum tíma fyrir útgerðar-
félagið Njörð á Ísafirði. Þegar sögu
þeirrar útgerðar lauk fóru fjórir þeirra
hver í sína áttina til nýrra útgerða en
Bryndís og Sædís voru áfram við Djúpið.
„Þremur bátanna var eytt eftir að út-
gerð þeirra lauk en mér finnst nokkuð
merkilegt að enginn af þessum bátum
fórst, þ.e. að manntjón varð, líkt og átti
við um marga trébáta á síðustu öld. Þó
sökk ein af Dísunum en öllum um borð
var bjargað í því óhappi og mannskapn-
um var engin hætta búin. Því er óhætt
að segja að útgerð bátanna hafi alltaf
verið farsæl, ekki síst þegar haft er í
huga að allt voru þetta bátar sem voru í
stífu útræði. Að mínu mati er mjög mikils
virði að tveir þeirra, Bryndís og Sædís,
varðveiti þessa sögu því þetta eru bátar
sem algjörlega eru byggðir á íslensku
hugviti og hönnun og eru merkilegur
kafli í sögu trébátasmíði og trébátaút-
gerðar á Íslandi,“ segir Hörður.
Meðan Bryndís ÍS í útgerð var bátn-
um róið á línu, net, snurvoð og rækju-
trolli og veit Hörður meira að segja til
þess að í afla Bryndísar séu nokkrir tún-
fiskar. „Þegar ég kom vestur til að skoða
bátinn og festa mér hann var mér líka
sagt að stórt atvik hafi orðið hjá Ásgeiri
Guðbjartssyni þegar hann skipstjóri á
Bryndísi en þá hafi eitt sinn komið »
Trébátar
Nýr viður kominn í dekkið.
Bryndís ÍS komin að bryggju á Akureyri um aldamótin. Bryndís á fjörukambinum við ósa Glerár í fyrrasumar.