Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 17
17 mannaeyjum sem dró hann þangað árið 1997. Og í Eyjum hefur Sigurður búið síð- an og sjómennskan verið hans vett- vangur. „Til að byrja með var ég á Norðfirði á 15-20 tonna bátum, mikið á snurvoð og línu. Síðan fór ég Beiti árið 1990, fyrsta skipið með því nafni og var á honum þar til ég fór í stýrimannaskólann í Eyjum. Á Beiti vorum við á loðnu, kolmunna, síld og á botntrolli líka milli uppsjávarver- tíða. Við vorum með frystingu um borð og frystum karfa og grálúðu þegar við vorum á trollinu. Meira að segja vorum við líka á rækjuveiðum og vorum með rækjuvinnslu um borð. Það voru öll verkefni nýtt sem færi gafst á,“ segir Sigurður en uppsjávarveiðin var í flott- roll og nót. Til Eyja í stýrimannsnám „Þegar ég var ákveðinn í að leggja sjó- mennskuna fyrir mig þá kom ekki annað til greina en fara í stýrimannaskólann en eftir hann fór ég síðan á skip hér í Eyjum,“ segir Sigurður sem þá fór sem stýrimaður á frystitogarann Vest- mannaey VE. „Á Vestmannaey fórum við gjarnan á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á vorin og þær veiðar gátu verið heilmikið ævin- týri en aflabrögðin mjög sveiflukennd. Það var ekki alltaf mokfiskirí á Reykja- neshryggnum þó vissulega væri það líka stundum þannig,“ segir hann. Eftir veruna á Vestmannaey fór Sig- urður sem háseti og afleysingastýrimað- ur til Ísfélags Vestmannaeyja á ísfisktog- arann Suðurey, sem áður var Þórunn Sveinsdóttir VE. Reyndar fylgdi áhöfnin á Þórunni með í kaupunum á meðan ný Þórunn var í smíðum en þegar hún svo kom til landsins færðist þessi mannskap- ur til baka og þá tók Sigurður við stýri- mannsstöðunni á Suðurey. „Þegar Sigurður VE kom til Ísfélags- ins árið 2014 tók Pétur Andersen, sem var skipstjóri á Suðurey, við sem yfir- stýrimaður á því skipi og þá tók ég við skipstjórninni á Suðurey,“ segir Sigurð- ur en árið 2018 keypti Ísfélagið svo togarann Ottó N. Þorláksson og færðist þá Sigurður með áhöfn sína af Suðurey þangað yfir. Í kjölfarið var Suðurey seld. Ottó N. Þorláksson VE er talsvert stærra og öflugra skip en Suðurey var en skipið er komið til ára sinna, var smíðað árið 1981 hjá Stálvík í Garðabæ. Í fyrra lauk talsverðum endurbótum á skipinu en mikil endurnýjun var á aðal- vél eftir stóra bilun í henni og í leiðinni voru sett rafdrifin spil í togarann. Oft langt stím á miðin á veturna „Við förum þangað sem við þurfum til að sækja afla. Það er bara þannig. Stundum þarf að fara styttra en stundum lengra. Stundum vestur á Halamið, stundum austur fyrir land eða hér á miðin suður af landinu. Það er ekki óalgengt að við þurfum að stíma í sólarhring á miðin á veturna en á vorin erum við yfirleitt hér á heimaslóðum suður af landinu og þá er styttra að sækja. Túrarnir á veturna eru gjarnan um vika að lengd en svo spila veðrin og lægðirnar alltaf sína rullu líka,“ segir Sigurður um taktinn í troll- veiðinni á Ottó N. Þorlákssyni. Sigurður segir að það hafi verið til- tölulega auðvelt að finna þorskinn síð- ustu ár og sömuleiðis hefur ýsugengdin verið góð og ágæt veiði á karfa. „Ufsinn er hins vegar mjög erfiður við að eiga síðustu ár og við sjáum mjög lítið af »  Sigurður Konráðsson, skipstjóri, í brúnni á Ottó N. Þorlákssyni VE. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.