Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 19
19 hann er spurður hvaða veiðiskapur sé skemmtilegastur af verkefnum skipanna tveggja sem hann stýrir. „Það er einfaldlega gaman að öllum veiðiskap þegar gengur vel og fiskast en að sama skapi leiðinlegt þegar illa geng- ur. Mér er sama hvaða veiðiskap er um að ræða. Þó maður sé búinn að vera í þessu lengi þá er alltaf ákveðinn spenn- ingur að leggja upp í veiðitúr og spurn- ing hvernig komi til með að ganga og hvernig muni fiskast. Þetta er það sem gerir sjómennskuna svo skemmtilega.“ Glimrandi loðnuvertíð að baki Og talandi um fiskirí og veiðiskap segir Sigurður að loðnuvertíðin í vetur hafi verið glimrandi góð. Tíðin hafi hafi verið einstaklega hagstæð nótaveiðunum og mikil loðnugengd. „Þetta var stór munur frá vertíðinni 2021/2022 þegar var bæði minna af loðnu og veðurfarið mjög leið- inlegt,“ segir hann. Alltaf er nokkur spurn eftir því að komast í pláss á sjó en Sigurður segir það einhverra hluta vegna svolítið breytilegt hversu mikið sé hringt og spurt um pláss. „Hjá okkur eru ekki mikl- ar breytingar frá ári til árs, umfram það sem eðlilegt er. Síðan er það líka þannig í þróun skipaflotans að með tækniþróun- inni og endurnýjun skipa hefur plássum verið að fækka. Þetta á sérstaklega við um uppsjávarskipin. Þau verða stærri og stærri en færri og færri eru í áhöfn. Tækniþróunin mun einnig hafa áhrif á togurunum en áhrifin á fjölda í áhöfn verða aldrei eins mikil og á uppsjávar- skipunum. Það þarf alltaf hendur til að gera að fiskinum. En þó störfum fækki ekki á togurunum þá sjáum við miklar breytingar á þeim, ekki síst í lestarvinn- unni. Nú þarf ekki að moka ís eins og áð- ur fyrr, komnar ískrapavélar í lestarnar og ýmislegt fleira sem hefur létt störfin. Sú þróun mun halda áfram.“  Skipstjórinn á dekkinu á Álsey VE. Sigurður segir að loðnuvertíðin í vetur hafi verið glimrandi góð. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson  Skemmtilegar könnur með merkjum sem áhöfnin hefur fyrir hvort skip. Ottó er kóngurinn og Álsey drottningin. Mynd: Facebook/Ottó N. Þorláksson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.