Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 16
16 Norðfirðingurinn Sigurður Konráðs- son er í skipstjórastólnum á ísfisktog- aranum Ottó N. Þorlákssyni VE-5, skipi Ísfélags Vestmannaeyja. Sigurð- ur og áhöfn hans láta sér ekki nægja eitt skip til að róa á miðin heldur tvö því Sigurður og áhöfn hans róa einnig á uppsjávarskipinu Álsey VE-2 þegar sækja þarf loðnu, makríl og íslensku síldina. Sigurður lætur vel af þessu fyrirkomulagi og segir það einmitt auka mikið á fjölbreytnina í sjósókn- inni fyrir hann og áhöfnina að skipta með þessu móti reglulega um veiði- skap. Snemma á sjóinn á Norðfirði „Sjómannsblóðið er reyndar ekki beint í mínum forfeðrum og væri eiginleg nær að segja að ég sé kominn af bændafólki,“ segir Sigurður um upprunann og fyrstu kynni sín af sjómennsku. Hann byrjaði að róa fyrir austan 15 ára gamall en það var nám í stýrumannaskólanum í Vest- Gaman að öllum veiðiskap þegar vel gengur Spjallað við Sigurð Konráðsson, skipstjóra á ísfisktogaranum Ottó N. Þorlákssyni VE og uppsjávarskipinu Álsey VE Sjómennskan  Ottó N. Þorláksson VE á stíminu til hafnar í Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.