Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.2023, Blaðsíða 26
26 Á dögunum luku þeir Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason, tveir af þekktustu togaraskipstjórum landsins, löngum starfsferli í sjó- mennskunni og í skipstjórn. Þeir tveir hafa mörg undandarin ár verið skip- stjórar á Kaldbak EA-1, ferskfisktog- ara Útgerðarfélags Akureyringa hf. Raunar hafa þeir félagar stýrt saman þremur skipum í röð á síðustu 22 ár- um; fyrst togaranum Björgvin EA-311 á Dalvík í 11 ár, síðan Kaldbak EA-301 (síðar EA-1) frá 2012 til 2017 og loks Kaldbak EA-1 sem kom nýr til landsins árið 2017. Báðir fóru þeir fyrst til sjós á unglingsaldri en Sigtryggur hefur verið skipstjóri í 36 ár og Angantýr Arnar í 30 ár. Angantýr Arnar lét af störfum þann 1. maí þegar nákvæm- lega þrír áratugir voru liðnir síðan hann varð fyrst skipstóri en Sig- tryggur fór sinn síðasta túr á Kaldbak nú um miðjan maí. Þeir segjast þakk- látir fyrir giftusamlegan feril á sjó og gott samstarf í röska tvo áratugi. Einu sinni saman í túr „Samstarf okkar hefur fyrst og fremst verið geysilega farsælt en þess ber auð- vitað að gæta að við höfum bara einu sinni róið saman túr á sjó og það var frystitúr á Björgvin í Barentshaf haustið 2009. Það var reyndar mjög erfiður túr, bæði hvað varðar veiðarnar og veðrið, en við komum nokkuð óskemmdir úr honum,“ segja þeir félagar brosmildir þegar sest er niður og spjallað í matsaln- um um borð í Kaldbak stuttu áður en Sigtryggur fór í sinn síðasta túr. Sigtryggur segir að öll þessi ár hafi þeim félögum tekist að leysa öll verkefni sem snúa að skipstjórninni í góðri sam- vinnu, hvort heldur um er að ræða veið- arfæri, skipið sjálft, áhafnarmál eða annað. „Þetta hefur gert að verkum að þegar við erum í landi í fríi þá höfum við engar áhyggjur því við vitum alltaf ná- kvæmlega að hverju við göngum þegar við förum um borð eftir frítúr. Þetta skiptir miklu máli,“ segir hann. Ólíkir menn að eðlisfari Farsæl samvinna byggist á miklum sam- skiptum og í skipstjórn sem öðru læra menn inn á hvorn annan. Sigtryggur segir að einkona hans hafi einhvern tím- ann sagt að Sigtryggur tali meira við Angantý Arnar en hana – svo náið sé samband þeirra tveggja og Angantýr Arnar bætir við að í svona ábyrðarmiklu starfi sé ekki auðvelt að kúpla sig algjör- lega frá verkefninu þó þeir séu í fríi í landi. „Hugurinn er einhvern veginn alltaf í aðra röndina við næsta túr og einhverj- ar hugmyndir eru að gerjast. En jú, við höfum í gegnum árin mikið talað saman en tilfellið er að við tveir erum alveg gríðarlega ólíkir menn. Samt hefur aldrei kastast í kekki milli okkar né nokkuð komið upp sem hefur borið skugga á samstarfið. Okkur hefur alltaf tekist að leiða öll mál til farsællar niðurstöðu ef eitthvað hefur komið upp sem við höfum þurft að taka á saman. Það er gæfa og mikils virði,“ segir Angantýr Arnar og  Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason hafa stundað sjóinn frá unglingsaldri og eru meðal reynslumestu togara- skipstjóra landsins. Þau eru ófá tonnin sem þeir hafa skilað að landi á ferlinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.