Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Það voru sannarlega jákvæð tíðindi sem bárust sjóðsfélögum hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja í lok janúar. Þá bárust fréttir af því að Fjármála- og efnahags- ráðuneytið hefði staðfest sam- þykktarbreytingar sem snerta lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Réttindi hækkuðu frá og með 1. janúar 2023. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir í samtali við Eyjafréttir þetta mjög ánægjuleg tíðindi fyrir sjóðinn. „Það er mikið gleðiefni að góður árangur skili sér til sjóðsfélaga með þessum hætti. Það hefur gengið vel hjá okkur síðustu ár. Við vorum með bestu ávöxtun allra sjóða árið 2021. Við erum einnig með besta fimm ára meðaltalið af öllum sjóðum og í öðru sæti á lista yfir hæsta tíu ára meðaltal.“ Réttindi hækka mis- mikið eftir aldri, mest hjá þeim sem elstir eru. Á sama tíma taka gildi nýjar lífslíkutöflur sem gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru lifi að jafnaði lengur en þeir sem eldri eru og fái því greiddan ellilífeyri í fleiri ár. Hækkunin er umtalsverð en greiðslur allra lífeyrisþega 67 ára og eldri hækka um 10,3% auk örorku- og makalífeyrisþega. Það er ekki á hverjum degi sem fréttir berast af hækkun réttinda með þessum hætti en slíkt hefur þó verið að gerast á síðustu árum. Haukur segir þó að það sem sé sérstakt við þessa aðgerð sjóðsins er að Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja sé eini sjóðurinn sem sé að ráðast í hækkanir sem aldrei hafi skert réttindi. Haukur segir viðbrögð sjóðsfélaga hafa verið mjög jákvæð við þessum fréttum og hvatning til þeirra sem að sjóðnum standa. Hækkun lífeyrisréttinda hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, vorúthlutun 2023. Sjóðurinn heyr- ir undir SASS og er hlutverk hans að veita styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþró- unar og nýsköpunar er horft til verkefna sem geta skapað atvinnu eða aukið framleiðslu. „Þetta eru verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi,“ segir á heimasíðu SASS. „Ég hvet fólk í Vestmannaeyjum til að skoða þennan möguleika. Þið sem eruð með hugmyndir í kollinum, endilega hafið samband og við förum yfir möguleikana,“ segir Hörður Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja og tengiliður við sjóðinn. „Hingað hafa komið styrkir í mjög fjölbreytt verkefni og er sjávarútvegur ekki undan- skilinn. Vestmannaeyingar eru í eðli sínu frumkvöðlar og hefur Uppbyggingarsjóðurinn verið stökkpallur fyrir margan Eyja- manninn til frekari sóknar.“ Undir þetta tekur Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri Löngu ehf. sem einbeitir sér að þurrkuðum fiskafurðum og hefur farið inn á nýjar brautir, t.d. með styrk frá Uppbyggingarsjóðnum. „Stuðningur SASS hefur verið mjög mikilvægur við að skoða ný tækifæri í sjávarútvegi hér í Vestmannaeyjum á undanförnum árum,“ segir Hallgrímur. „Það eru ennþá mörg tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar og er oft mjög mikilvægt í upphafi verkefna að fá stuðning til að fylgja verkefnum úr hlaði. Við hjá Löngu erum þakklát fyrir stuðn- ing SASS sem við höfum fengið gegnum tíðina í okkar verkefn- um,“ bætir Hallgrímur við. Hallgrímur er einn eigenda, ILFS sem hyggur á landeldi á laxi í Vestmanneyjum, alls 10.000 tonn á ári. Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands: Stökkpallur fyrir margan Eyjamanninn til frekari sóknar Hallgrímur Steinsson, fram- kvæmdastjóri Löngu ehf. Hörður Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.