Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 6
6 | | 2. febrúar 2023 „Dagurinn gekk vel og var blys- förin og minningarathöfnin í Eld- heimum endapunkturinn á þessum degi. Degi sem er okkur Vest- mannaeyjum alltaf erfiður,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sem stýrði athöfninni í Eldheimum sem var hápunktur dagskrárinn- ar 23. janúar sl. þegar þess var minnst að 50 ár voru frá gosinu 1973 sem sneri tilveru þeirra sem þá bjuggu í Eyjum á hvolf. „Það er því við hæfi að hafa dagskrá dagsins lágstemmda og þakka fyrir að ekki fór verr þessa nótt fyrir 50 árum. Forseti Íslands ávarpaði minningarfund bæjar- stjórnar sem haldin var í hádeginu þennan dag og fór í heimsóknir hér í Eyjum í framhaldinu. Forseti Íslands og forsætisráðherra sýndu okkur Eyjamönnum þann heiður að taka þátt í að minnast dagsins og ávörpuðu gesti minningar- stundarinnar í Eldheimum um kvöldið,“ sagði Íris einnig. Tónlist sem hreyfði við Fjölmenni var í Eldheimum en erfitt að segja til um fjölda. Á efri hæðinni var hvert sæti skipað og einhver hundruð á þeirri neðri þar sem hægt var að fylgjast með því sem fram fór á skjá. Stundin var hátíðleg og hæfði tilefninu fullkomlega. Ávörp Guðna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Páls Magnússonar forseta bæj- arstjórnar snertu fólk hvert með sínum hætti. Silja Elsabet Brynjarsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari lyftu athöfninni á hærra plan með dásamlegum flutningi á lögum Oddgeirs og Ása í Bæ, Gylfa Ægissonar og Jakobs Frímanns Magnússonar. Ekki verður hér gert upp á milli laganna en loka- lagið, Heima þar sem lag Odd- geirs og ljóð Ása fallast í faðma og úr verður einstakur galdur sem hrærir hjörtu hvort sem er í gleði eða söng. Flutningur Silju Elsabetar og Helgu Bryndísar hreyfði svo sannarlega við fólki og hjá mörgum var örugglega stutt í tárin. Endapunktur við hæfi. Guðni forseti: Blásið var á svartsýnisraddir „Við minnumst hér og nú hrika- legra náttúruhamfara. Fyrir hálfri öld hófst eldgos í útjaðri byggðar á þessari fögru ey. Þannig ótíðindi höfðu aldrei áður dunið yfir hér á landi. Þó hefði getað farið mun verr. Vissulega varð gífurlegt tjón og einn maður lést nokkru eftir upphaf gossins, en umbrotin sjálf urðu engum að aldurtila,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands þegar hann ávarpaði gesti í Eldheimum. Guðni gerði fumleysi og æðru- leysi að umtalsefni nefndi í því sambandi skeyti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar: „Eldgos byrjað á Heimaey. Vinsamlegast láta Almannavarnir vita.“ – Þið heyrðuð rétt: Vinsamlegast láta Almannavarnir vita,“ sagði Guðni og vitnaði í Kristján Eldjárn, þáverandi forseta sem sagði í útvarpsávarpi í upphafi eldsum- brotanna: - Þolgæði, þrek og góð skipulagning einkenndi „þessa stórkostlegustu mannflutninga sem um getur í sögu landsins“, eins og Kristján forseti komst að orði.“ Guðni sagði Heimaeyjargosið mikinn atburð sem við þurfum að muna og þekkja. „Sögu af áfalli og skaða, átaki og endurreisn. Sögu af samstöðu og stillingu. Að sjálfsögðu var eyjan ekki söm eft- ir hinar miklu hremmingar og að sjálfsögðu var sitthvað sem gera hefði mátt ennþá betur eða öðru- vísi í bráð og lengd en þá skulum við einmitt draga lærdóm af því,“ sagði Guðni og þakkaði sýnda gestrisni og góðvild og óskaði Eyjamönnum alls velfarnaðar. „Vestmannaeyjar munu rísa, sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra á sínum tíma. Það reyndust orð að sönnu. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Guðni að endingu. Katrín forsætisráðherra: Seiglan okkur í blóð borin „Seiglan sem við höfum sýnt sem þjóð aftur og aftur þegar áföll dynja yfir, hvort sem það er efnahagsleg áföll eða náttúruham- farir. Það er sú sama seigla sem Vestmannaeyingar sýndu þegar eldgos hófst hér á þessari eyju fyrir fimmtíu árum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín sagði atburðina í Vest- mannaeyjum ekki eiga sér hlið- stæðu í sögu landsins. „Samt brást samfélagið allt við eins og einn maður. Í áfallafræðum er talað um muninn á því að verða fyrir sam- eiginlegu áfalli og einstaklings- áfalli. Auðvitað getur ein mann- eskja upplifað hvort tveggja á sama tíma. En við bregðumst með ólíkum hætti við þessum tveimur gerðum áfalla. Sameiginlegt áfall er þess eðlis að samfélagið þarf að Minningarstund í Eldheimum Áhrifamikil og við hæfi: Saga af áfalli, endurreisn, samstöðu og stillingu sagði Guðni forseti í ávarpi sínu Forsætisráðherra: Seigla okkur í blóð borin Forseti bæjarstjórnar: Réttar ákvarðanir og rökréttar Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, Katrín forsætisráðherra, Guðni forseti, Sesselja Áslaug Hermannsdóttir og Páll Zóphóníasson. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.