Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Blaðsíða 13
2. febrúar 2023 | | 13 ykkur einn bjór. Það var ekki stressið í gangi,” segir Sirrý og hló. Þú passar mömmu þína Farangurinn var ekki mikill sem fjögura manna fjölskyldan tók með sér. Héldu eins og svo margir aðrir að þau væru ekki að yfirgefa heimili sín í marga mánuði. „Helgi er tæplega tveggja ára og með bleyju. Það sem ég tók með mér voru fimm pör af vettlingum og ein bleyja. Maður ætlaði bara rét tað skreppa. Bjóst ekki við að vera fara eitthvað. Ég tók ekki einu sinni penignabuddu en fimm pör af vettlingum voru það,” sagði Sirrý og hló. Fjölskyldan líkt og flestir fór svo niður á bryggju þegar leið á nóttina. Rikki mágur Sirrýar var skipstjóri á Ásver VE og fór fjölskyldan með honum. ,,Þegar við komum niður á bryggju segir pabbi að hann sé ekki að fara. Þið farið og takið mömmu ykkar með og passið hana. Ég varð eins og lítið barn og fór að gráta. Rétt hjá voru tveir menn sem ég bað um að tala við pabba. Þeir gerðu það og á endanum kom hann með. Þegar við komum til Þorlákshafnar og vorum á leið í land, kemur pabbi til mín og segir; Sirrý mín þú tekur mömmu þína og ég fer til baka. Þar var hann þangað til hann kom upp á land í apríl. Við hringdum í hann á fyrsta eða öðrum degi og ég spyr hvernig hann hafi það, hann sagð- ist hafa það fínt en það vantaði bara mömmu,“ segir Sirrý . Eyjabyggð í Ölfusborgum Þegar komið var til Reykjavíkur fór fjölskyldan í Árbæjarskóla og fljótlega til mágs Sirrýjar, Benedikts, þar sem þau gistu í eina nótt. ,,Björg vinkona tók svo á móti okkur. Fór úr rúmi fyrir okkur, lítið hjónarúm þar sem við sváfum öll fjögur í nokkra daga. Verkalýðsfélögun áttu bústaði í Ölfusborgum og opnuðu þá fyrir Vestmannaeyinga. Eygló Óskarsdóttir og Svavar, bróðir Braga bjuggu með okkur einum bústaðnum. Við vorum fjögur í fjögurra fermetra herbergi og þau í örlítið stærra herbergi með þrjú börn. Við vorum því níu saman í litum sumarkofa og létum okkur ekki leiðast.“ Bragi fór fljótlega til Vestmanna- eyja að vinna en hann starfaði í FIVE á þessum tíma. Svavar fór aðeins seinna og voru Eygló og Sirrý eftir með börnin. „Við reyndum að fylgjast með, hlust- uðum á Eyjapistlana og kíktum á hverjum morgni á sjónvarpið sem var með beina útsendingu frá Eyjum til að athuga hvort eitthvað hefði breyst.“ Lifið hélt sinn vanagang og leið fjölskyldunni vel í Ölfusborg- um. Magnús gekk í skóla sem var í raun Vestmannaeyjaskóli. Kennararnir voru Hermann Einarsson og Ólöf Margrét Magn- úsdóttir. „Helgi var með börnum sem hann þekkti og þau léku sér mikið saman. Við vorum heppin hvað það varðar. Auðvitað fóru margir í góða skóla en þarna náðu þau að halda hópinn,“ segir Sirrý og bætti við að Magnús hefði farið fyrir tveimur árum að skoða bústaðinn þar sem þau bjuggu. Var hann orðlaus yfir því hversu lítill hann var í raun og veru. Reyndum að vera bjartsýn Mars var erfiður mánuður fyrir Eyjamenn. Sirrý segir að þau hafi þó alltaf reynt að vera bjartsýn. „Það kom þó svartsýniskafli. Maður hélt að þetta væri búið. Við Eygló fórum á fund á Selfossi þar sem Jón Hjaltason, lögfræðingur sagði að aldrei yrði byggð aftur í Eyjum. Þetta væri bara vitleysa og rugl. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra tók þá til máls og sagði að Eyjarnar skulu byggjast og lamdi í borðið.“ Sirrý fór í sína fyrstu ferð til Eyja í mars „þegar allt var eigin- lega að fara til andskotans,“eins og hún orðaði það. „Ég gleymi aldrei lyktinni sem tók á móti okkur þegar við komum út úr flugvélinni, brennisteinslyktin var svakaleg. Það var hræðilegt að koma heim en ég stoppaði bara í eina nótt,“ segir Sirrý sem lét sér samt ekki leiðast. „Við slógum í gott partý, Pálmi nokkur hafði verið í siglingu fyrir gos og hafði keypt bjór og fleira gott. Hafþór sonur hans náði í búsið og við duttum í það heima hjá okkur. Arngrímur bróðir var í lögreglunni, hringir í okkur og segir; Sirrý farðu út í glugga, gosið er rosalega flott núna. Ég segi; ég nenni því nú ekki, ég var komin í annan gír þá með fólkinu mínu. Þá var víst mikið sjónarspil en við vorum bara að spila á gítar og djamma á meðan þessi flug- eldasýning stóð yfir,“ segir Sirrý og örugglega ekki verið leiðinlegt. Með þeim fyrstu að flytja aftur heim Þann 28.maí fór Sirrý aftur til Vestmannaeyja en þá voru peyj- arnir með í för. Hún hafði fengið leyfi til að vera yfir helgi en leyfið rann út 31. maí en fjölskyldan sneri ekkert aftur til baka, þau voru flutt heim. „Ég var orðin svo leið, Bragi var að vinna í Eyjum og hann segir mér að athuga hvort ég fái ekki leyfi fyrir strákana líka, sem ég fékk. Ég fer og kveð mömmu og læt vita að ég væri að fara út í Eyjar. Ég var mjög kvíðin að hitta hana, var hrædd um að hún myndi reyna að stoppa mig því Helgi var svo lítill. Ég hélt að hún myndi aldrei samþykkja að ég færi með hann með mér. Þegar ég var búin að koma þessu út úr mér, sagði hún, oh hvað ég öfunda ykkur. Pabbi vann í Fiskiðjunni allt gosið og hafði bara komið einu sinni í land. Hann ætlaði bara að berjast. Við fórum til Eyja 28. maí og þegar við áttum að fara til baka földum við okkur. Fórum ekki. Ég held að við höfum verið með þeim fyrstu fjölskyldum sem sneru aftur heim.“ segir Sirrý. Gott að koma heim Hvernig var að koma aftur heim? ,,Það var rosalega gott . Koma úr þrengslunum í litla bústaðnum í íbúðina okkar. Í Ölfusborgum svaf ég í 70 sentimetra breiðri koju með Helga hjá mér. Já, það var því rosalega gott að koma heim. Frelsinu fegin og mér fannst við nokkuð örugg svona vestarlega í bænum. Það voru ekki margir hérna fyrstu vikurnar en eitt skiptið sem Magnús var úti að leika komu rosalegar sprengingar og gusur hátt upp í loftið nokkrum sinnum, svo hætti það bara og kom ekki meir. Var líklega loka- hnykkurinn,” sagði Sirrý. Þegar fjölskyldan flutti heim var eitthvað af dóti í íbúðinni en stór hluti hennar var kominn til Hafnarfjarðar.. ,,Við þorðum ekki að biðja um búslóðina, þá hefði allt komist upp. Það var samt enginn að skipta sér af okkur. Ég var úti með barnakerru í mölinni og enginn sá eitthvað athugavert. Vespan var aðalfarartækið í gosinu og stundum sat Sirrý aftan á. Jói Gull með hrafn á öxlinni sem þeir voru búnir að þjálfa á slökkvistöðinni og sýndu Helga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.